Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 22:18 Hildur segir sérstaklega ánægjulegt að sjá að strax eigi að ráðast í úrbætur. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur, Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur,
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00