Sigþrúður nýr framkvæmdastjóri Forlagsins Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 10:36 Jón Heiðar Gunnarsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir. Aðsend Sigþrúður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún tekur við stöðunni af Agni Erni Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum. Greint var frá ráðningunni á fundi með starfsfólki Forlagsins í morgun´. Í tilkynningu kemur fram að Sigþrúður sé menntuð í íslensku og bókmenntum og hafi starfað hjá Forlaginu frá stofnun þess, og þar áður hjá Eddu og Máli og menningu. Hún hafi unnið náið með mörgum íslenskum höfundum og sé önnur tveggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar. Þá hafi hún einnig átt sæti í stjórn Forlagsins um nokkurra ára skeið. Greint var frá því fyrr á árinu að Egill Örn og fjármálastjóri, Þórhildur Garðarsdóttir, hafi sagt störfum sínum lausum fyrir mánuði síðan. Haft er eftir Halldóri Guðmundssyni stjórnarformanni Forlagsins að stjórnin fagni því mjög að ein öflugasta samstarfskona stjórnarinnar hafi fallist á að taka að sér þá auknu ábyrgð sem felist í starfi framkvæmdastjóra. „Sigþrúður hefur sýnt það í störfum sínum að hún hefur brennandi áhuga á framgangi íslenskra bókmennta og við erum sannfærð um að starfið muni farast henni vel úr hendi,“ segir Halldór. Sigþrúður tekur til starfa þann 8. mars. Þá segir í tilkynningunni að nýr markaðsstjóri hafi verið ráðinn Jón Heiðar Gunnarsson. „Jón Heiðar er menntaður í blaðamennsku og heimspeki en hefur einnig lært stafræna markaðssetningu og viðskipti á netinu. Undanfarin ár hefur hann starfað sem yfirmaður hjá auglýsingastofunni Sahara, þar sem Forlagið var meðal viðskiptavina hans, en þar áður hjá Birtingarhúsinu sem sérfræðingur. Hann hefur unnið að markaðsmálum fyrir fjöldamög fyrirtæki síðastliðinn áratug og má þar nefna vörumerki á borð við Byko, Nova, Elko og Krónuna. Hann hefur einnig starfað við fjölmiðla og sem atvinnumaður í handbolta, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn félagsins telur að fjölþætt reynsla hans og sér í lagi kunnátta á sviði markaðsmála muni henta Forlaginu afar vel. Í upphafi árs hafði markaðsstjóri Forlagsins, Guðrún Norðfjörð, óskað eftir að láta af störfum, og er henni líka þakkað fyrir sitt góða framlag á síðastliðnum árum. Þá hefur Stella Soffía Jóhannesdóttir verið ráðin til starfa hjá Forlaginu, en hún starfaði þar í sex ár áður en hún tók við starfi hjá Storytel á Íslandi. Stella er menntuð í bókmenntum og ritstjórn og hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík frá 2009 auk þess að taka þátt í verkefninu Sögueyjan, sem kynnti Ísland sem heiðursgest á bókasýningunni í Frankfurt. Stella mun ganga til liðs við þær sem fyrir eru á öflugri réttindastofu Forlagsins til að móta allsherjar umboðsskrifstofu fyrir íslenskar bókmenntir, sem erlendis verður kynnt undir heitinu Reykjavík Literary Agency. Stjórn Forlagins telur mikil tækifæri fólgin í réttindasölu, bæði á sviði bóka, kvikmynda og stafrænnar útgáfu, og er sannfærð um að reynsla Stellu og tengslanet komi þar að góðum notum. Stella hefur störf þann 1. maí. Útgefandi Forlagsins er sem fyrr Hólmfríður Matthíasdóttir. Staða fjármálastjóra hefur verið auglýst og hefur Þórhildur Garðarsdóttir fallist á að gegna starfinu þar til nýr stjórnandi hefur verið ráðinn,“ segir í tilkynningunni. Bókaútgáfa Vistaskipti Bókmenntir Tengdar fréttir Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt. 4. febrúar 2023 08:00 Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. 3. febrúar 2023 10:23 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Greint var frá ráðningunni á fundi með starfsfólki Forlagsins í morgun´. Í tilkynningu kemur fram að Sigþrúður sé menntuð í íslensku og bókmenntum og hafi starfað hjá Forlaginu frá stofnun þess, og þar áður hjá Eddu og Máli og menningu. Hún hafi unnið náið með mörgum íslenskum höfundum og sé önnur tveggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar. Þá hafi hún einnig átt sæti í stjórn Forlagsins um nokkurra ára skeið. Greint var frá því fyrr á árinu að Egill Örn og fjármálastjóri, Þórhildur Garðarsdóttir, hafi sagt störfum sínum lausum fyrir mánuði síðan. Haft er eftir Halldóri Guðmundssyni stjórnarformanni Forlagsins að stjórnin fagni því mjög að ein öflugasta samstarfskona stjórnarinnar hafi fallist á að taka að sér þá auknu ábyrgð sem felist í starfi framkvæmdastjóra. „Sigþrúður hefur sýnt það í störfum sínum að hún hefur brennandi áhuga á framgangi íslenskra bókmennta og við erum sannfærð um að starfið muni farast henni vel úr hendi,“ segir Halldór. Sigþrúður tekur til starfa þann 8. mars. Þá segir í tilkynningunni að nýr markaðsstjóri hafi verið ráðinn Jón Heiðar Gunnarsson. „Jón Heiðar er menntaður í blaðamennsku og heimspeki en hefur einnig lært stafræna markaðssetningu og viðskipti á netinu. Undanfarin ár hefur hann starfað sem yfirmaður hjá auglýsingastofunni Sahara, þar sem Forlagið var meðal viðskiptavina hans, en þar áður hjá Birtingarhúsinu sem sérfræðingur. Hann hefur unnið að markaðsmálum fyrir fjöldamög fyrirtæki síðastliðinn áratug og má þar nefna vörumerki á borð við Byko, Nova, Elko og Krónuna. Hann hefur einnig starfað við fjölmiðla og sem atvinnumaður í handbolta, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn félagsins telur að fjölþætt reynsla hans og sér í lagi kunnátta á sviði markaðsmála muni henta Forlaginu afar vel. Í upphafi árs hafði markaðsstjóri Forlagsins, Guðrún Norðfjörð, óskað eftir að láta af störfum, og er henni líka þakkað fyrir sitt góða framlag á síðastliðnum árum. Þá hefur Stella Soffía Jóhannesdóttir verið ráðin til starfa hjá Forlaginu, en hún starfaði þar í sex ár áður en hún tók við starfi hjá Storytel á Íslandi. Stella er menntuð í bókmenntum og ritstjórn og hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík frá 2009 auk þess að taka þátt í verkefninu Sögueyjan, sem kynnti Ísland sem heiðursgest á bókasýningunni í Frankfurt. Stella mun ganga til liðs við þær sem fyrir eru á öflugri réttindastofu Forlagsins til að móta allsherjar umboðsskrifstofu fyrir íslenskar bókmenntir, sem erlendis verður kynnt undir heitinu Reykjavík Literary Agency. Stjórn Forlagins telur mikil tækifæri fólgin í réttindasölu, bæði á sviði bóka, kvikmynda og stafrænnar útgáfu, og er sannfærð um að reynsla Stellu og tengslanet komi þar að góðum notum. Stella hefur störf þann 1. maí. Útgefandi Forlagsins er sem fyrr Hólmfríður Matthíasdóttir. Staða fjármálastjóra hefur verið auglýst og hefur Þórhildur Garðarsdóttir fallist á að gegna starfinu þar til nýr stjórnandi hefur verið ráðinn,“ segir í tilkynningunni.
Bókaútgáfa Vistaskipti Bókmenntir Tengdar fréttir Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt. 4. febrúar 2023 08:00 Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. 3. febrúar 2023 10:23 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt. 4. febrúar 2023 08:00
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. 3. febrúar 2023 10:23