Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 08:50 Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu 6. janúar 2021. Beint eftir ræðuna fóru þúsundir þeirra að þinghúsinu, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. AP/Evan Vucci Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira