Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 11:57 Hinum 74 ára Kemal Kilicdaroglu var fagnað í höfuðborginni Ankara fyrr í vikunni. Getty Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum. Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum.
Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira