Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 8. mars 2023 11:22 Ákærðu Birgir og Jóhannes huldu höfuð sín með blöðum og grímum í dómsal í morgun. Vísir Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. Lokadagur í stóra kókaínmálinu fer fram í héraði í dag. Dagurinn hófst á því að fulltrúar Vísis mættu fyrir dóminn að ósk dómara til að gera grein fyrir birtingu fréttar um málið þann 3. mars í trássi við fyrirskipan dómara. Lesa má um þann anga málsins hér að neðan. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, fór yfir þátt hvers og eins sakborninganna fjögurra. Hún sagði að þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að koma til mildari refsingu. Þannig væri magnið af fíkniefnum sem um ræddi með öllu fordæmalaust. Hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutningurinn verið mjög vel skipulagður. Jóhannes Durr ásamt Almari Möller, verjanda í málinu.Vísir Saksóknari vísaði til nýlegs dóms í svokölluðu Saltdreifaramáli. Málið varðaði annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Tveir sakborningar í því máli hlutu tólf ára fangelsisdóm eða hámarksrefsingu í málaflokknum en alls fengu fimm þunga dóma. Þeim hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Þá vísaði saksóknari sömuleiðis til dóms frá 2009 þegar aðili var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot sem varðaði sex kíló af amfetamíni. Hann fékk sex ára fangelsisdóm. Skýr ásetningur til þátttöku Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Saksóknari sagði í ræðu sinni ljóst að Páll hefði gegnt mikilvægu hlutverki í málinu hvað varðaði innflutning. Efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki hans. Hann hefði sagt hjá lögreglu eiga að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut. Hann hefði síðar dregið verulega úr því fyrir dómi og líklega til að svo liti út fyrir að hann hefði ekki vitað hve mikið magn væri um að ræða. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannes auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Verjendur í málinu ásamt sakborningunum Páli og Daða í bakgrunni.Vísir Um væri að ræða mikið og vel skipulagðan innflutning með miklum útgjöldum. Það væri fráleitt að halda því fram að hann hefði talið að um sex til sjö kíló af kókaíni væri að ræða. Ásetningur hefði staðið til að taka þátt í innflutningi og ákæruvaldið teldi að Páll væri að draga verulega úr hvað varðaði hans vitneskju um málið. Keðjan endi ekki á Birgi Þá sagði saksóknari ljóst að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Í þessum síma væru samskipti hans við Jóhannes ákærða auk huldumannsins „Nonna“ sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Daði og Páll huldu höfuð sín í dómsal í morgun.Vísir Birgir og Páll eru ekki sammála um margt í málinu. Saksóknari taldi þó framburð Páls frekar í samræmi við gögn málsins. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur téðum „Nonna“. Öll hlutverk mikilvæg Saksóknari benti á að margt í framburði Jóhannesar Durr passaði ekki við framburð annarra ákærðu og gögn málsins. Hann hefði samkvæmt lögreglu verið tengiliður Birgis og Páls. Þá sagði saksóknari með ólíkindum að Birgir og Jóhannes, nánir vinir til margra ára, hefðu endað sem sendiboðar í málinu án þess að vita hvor af öðrum. Þá sagði saksóknara gilda um Daða Björnsson eins og alla hina ákærðu að þeir væru meðvitaðir um þátttöku sína og meðvitaðir um samstarf. Þeir hefðu tekið ákvörðun um að taka þátt. Meginmarkiðið hafi verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Fram undan er málflutningur verjenda ákærðu í málinu. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Lokadagur í stóra kókaínmálinu fer fram í héraði í dag. Dagurinn hófst á því að fulltrúar Vísis mættu fyrir dóminn að ósk dómara til að gera grein fyrir birtingu fréttar um málið þann 3. mars í trássi við fyrirskipan dómara. Lesa má um þann anga málsins hér að neðan. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, fór yfir þátt hvers og eins sakborninganna fjögurra. Hún sagði að þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að koma til mildari refsingu. Þannig væri magnið af fíkniefnum sem um ræddi með öllu fordæmalaust. Hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutningurinn verið mjög vel skipulagður. Jóhannes Durr ásamt Almari Möller, verjanda í málinu.Vísir Saksóknari vísaði til nýlegs dóms í svokölluðu Saltdreifaramáli. Málið varðaði annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Tveir sakborningar í því máli hlutu tólf ára fangelsisdóm eða hámarksrefsingu í málaflokknum en alls fengu fimm þunga dóma. Þeim hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Þá vísaði saksóknari sömuleiðis til dóms frá 2009 þegar aðili var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot sem varðaði sex kíló af amfetamíni. Hann fékk sex ára fangelsisdóm. Skýr ásetningur til þátttöku Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Saksóknari sagði í ræðu sinni ljóst að Páll hefði gegnt mikilvægu hlutverki í málinu hvað varðaði innflutning. Efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki hans. Hann hefði sagt hjá lögreglu eiga að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut. Hann hefði síðar dregið verulega úr því fyrir dómi og líklega til að svo liti út fyrir að hann hefði ekki vitað hve mikið magn væri um að ræða. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannes auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Verjendur í málinu ásamt sakborningunum Páli og Daða í bakgrunni.Vísir Um væri að ræða mikið og vel skipulagðan innflutning með miklum útgjöldum. Það væri fráleitt að halda því fram að hann hefði talið að um sex til sjö kíló af kókaíni væri að ræða. Ásetningur hefði staðið til að taka þátt í innflutningi og ákæruvaldið teldi að Páll væri að draga verulega úr hvað varðaði hans vitneskju um málið. Keðjan endi ekki á Birgi Þá sagði saksóknari ljóst að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Í þessum síma væru samskipti hans við Jóhannes ákærða auk huldumannsins „Nonna“ sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Daði og Páll huldu höfuð sín í dómsal í morgun.Vísir Birgir og Páll eru ekki sammála um margt í málinu. Saksóknari taldi þó framburð Páls frekar í samræmi við gögn málsins. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur téðum „Nonna“. Öll hlutverk mikilvæg Saksóknari benti á að margt í framburði Jóhannesar Durr passaði ekki við framburð annarra ákærðu og gögn málsins. Hann hefði samkvæmt lögreglu verið tengiliður Birgis og Páls. Þá sagði saksóknari með ólíkindum að Birgir og Jóhannes, nánir vinir til margra ára, hefðu endað sem sendiboðar í málinu án þess að vita hvor af öðrum. Þá sagði saksóknara gilda um Daða Björnsson eins og alla hina ákærðu að þeir væru meðvitaðir um þátttöku sína og meðvitaðir um samstarf. Þeir hefðu tekið ákvörðun um að taka þátt. Meginmarkiðið hafi verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Fram undan er málflutningur verjenda ákærðu í málinu.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00