Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. mars 2023 08:00 Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar