Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2023 11:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraog Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er á leið til fundar við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Þau eiga fund á morgun. Grafík/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí. Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44