Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. mars 2023 20:32 Brúnaþungur Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Snædís Bára Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn. „Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“ Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
„Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“
Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10
Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30