Teitur um ákvörðun ÍSÍ: Mesta kjaftshögg sem karfan hefur fengið síðustu áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 12:01 Teitur Örlygsson hefur miklar áhyggjur eins og kom vel fram í gær. S2 Sport Teitur Örlygsson hélt eldræðu um framtíð íslenska körfuboltans í gær en þessi mesti sigurvegari sögunnar hefur miklar áhyggjur af rekstrarumhverfi íslensku landsliðanna í körfubolta. Ársþing Körfuknattleikssambandsins er um helgina og þar verða stór mál rædd eins og vanalega. Það eru tillögur um fjölgun liða og leikja í deildum og svo auðvitað tillögur um breytingu á útlendingareglum. Teitur er á því að menn í hreyfingunni séu að einbeita sér að vitlausum hlutum í stað þess að sameinast um að taka á aðalmálinu. Teitur var í Subway Tilþrifunum í gær þar sem farið var yfir leikina í 21. umferð Subway deild karla í körfubolta. „Það er ekki bara baráttan inn á parketinu Teitur sem er á milli tannanna á fólki akkúrat núna. Það er KKÍ þing núna um helgina. Þú ert búinn að vera talsvert lengur en ég í körfuboltanum en ég man ekki eftir öðru en að umræðan þar snúist um fjölda erlendra leikmanna. Fjöldi erlendra leikmanna í hverju liði verður alltaf þrætueplið á öllum þingum. Hvar ert þú staddur í þessu máli,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður þáttarins og sendi boltann yfir á Teit. Logi Gunnarsson hefur upplifað margt og margar breytingar á útlendingareglum á sínum ferli.Vísir/Vilhelm Forðast þessa umræðu eins og heitan eld „Mér finnst hún óþolandi til þess að byrja með. Ég fór einu sinni á fund þar sem þetta var rætt og það er örugglega leiðinlegasti fundur sem ég hef farið á. Þess vegna hef ég forðast þessa umræðu eins og heitan eld en maður kemst ekki hjá því eins og þú segir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta kemur alltaf upp. Tillagan frá KKÍ gengur út á það að taka út þriggja ára regluna. Það er eina sem er gert og hvað mér við kemur þá finnst mér það óréttlátt gagnvart þessum mönnum sem hafa þessi réttindi,“ sagði Teitur. Klippa: Eldræða Teits Örlygssonar Hafa öll réttindi nema að spila körfubolta „Þeir eru nánast allir ef ekki allir, vinnandi menn á Íslandi. Að taka af þeim rétt finnst mér bara stórt spurningarmerki. Þeir mega gera allt á Íslandi, hafa öll réttindi nema að þeir mega ekki spila körfubolta nema þá sem takmarkandi leikmenn,“ sagði Teitur. „Mér skilst að þessi tillaga sé frá meirihluta liðanna og hún verður því líklegast samþykkt,“ sagði Teitur. „Tillagan er lögð fram af þriggja manna vinnunefnd sem fundaði með félögunum. Það voru einhver félög sem vildu að það yrði fækkað um einn erlendan leikmann og að ríkisfang myndi ekki skipta máli,“ sagði Kjartan Atli. Allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér „Ég skil menn sem eru pirraðir og venjulega eru allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér í þessu. Ég hefði bara viljað að þetta yrði fjögurra ára regla núna, fimm ára regla á næsta ári, svo sex ára og þá bara fjarar þessi regla út og er búin eftir þrjú til fjögur ár,“ sagði Teitur en þá var komið að því sem Teitur hafði mestar áhyggjur af. „Mér finnst aðalmálið vera landsliðið okkar og hvert það stefnir. Hvert KKÍ stefnir. Það kom þessi frétt frá ÍSÍ að setja okkur niður í b-flokk sem var kannski mesta kjaftshögg sem karfan hefur síðustu áratugi,“ sagði Teitur. Afrekssjóður ÍSÍ færði KKÍ niður um flokk sem er gríðarlegt fjárhagslegt högg fyrir sambandið og ógnar framtíð landsliðanna. Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í eftirminnilegum sigri á Ítalíu í undankeppni HM.Vísir/Bára Höfum varla efni á því að senda liðið á Smáþjóðaleika „Á sama tíma eru við með leikmann sem eru að spila í bestu deildum Evrópu og landsliðið okkar hefur aldrei litið svona vel út. Það hefur aldrei verið svona björt framtíð og við erum í risafæri um að komast inn á stórmót. Núna lítur út fyrir að við höfum varla efni á því að senda liðið okkar á Smáþjóðaleika,“ sagði Teitur hneykslaður. „Það eru svona tíu til tólf strákar í deildinni hérna heima sem geta alveg verið atvinnumenn í Evrópu ef þeir myndi teygja sig eftir því, fá sér umboðsmann og sýna viljann. Það hafa aldrei verið jafnmargir góðir Íslendingar sem vilja vera góðir í körfubolta. Vilja vera atvinnumenn og eru farnir að æfa eins og atvinnumenn,“ sagði Teitur. Elvar Már Friðriksson er einn fremsti körfuboltamaður landsins.Vísir/Bára Dröfn „Einhvern veginn var Njarðvík, mitt lið, eina liðið sem sendi út svona opinbera tilkynningu. Það var ekkert lið sem tók undir það. Ekki eitt lið tók undir það. Þetta er langstærsta málið,“ sagði Teitur. Mér finnst skrifstofa KKÍ gjörsamlega máttlaus „Frekar eru menn að funda út um allan bæ um einhverja helvítið útlendingareglu afsakið orðbragðið þegar þetta risamál vofir yfir okkur. Ég get gagnrýnt mjög marga og líka skrifstofu KKÍ. Mér finnst hún gjörsamlega máttlaus í þessum málum,“ sagði Teitur. „Þetta finnst mér óþolandi og þetta á að vera mál númer eitt, tvö og þrjú á þessu lokaþingi,“ sagði Teitur. Það má sjá alla eldræðu Teits hér fyrir ofan. Subway-deild karla Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Ársþing Körfuknattleikssambandsins er um helgina og þar verða stór mál rædd eins og vanalega. Það eru tillögur um fjölgun liða og leikja í deildum og svo auðvitað tillögur um breytingu á útlendingareglum. Teitur er á því að menn í hreyfingunni séu að einbeita sér að vitlausum hlutum í stað þess að sameinast um að taka á aðalmálinu. Teitur var í Subway Tilþrifunum í gær þar sem farið var yfir leikina í 21. umferð Subway deild karla í körfubolta. „Það er ekki bara baráttan inn á parketinu Teitur sem er á milli tannanna á fólki akkúrat núna. Það er KKÍ þing núna um helgina. Þú ert búinn að vera talsvert lengur en ég í körfuboltanum en ég man ekki eftir öðru en að umræðan þar snúist um fjölda erlendra leikmanna. Fjöldi erlendra leikmanna í hverju liði verður alltaf þrætueplið á öllum þingum. Hvar ert þú staddur í þessu máli,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður þáttarins og sendi boltann yfir á Teit. Logi Gunnarsson hefur upplifað margt og margar breytingar á útlendingareglum á sínum ferli.Vísir/Vilhelm Forðast þessa umræðu eins og heitan eld „Mér finnst hún óþolandi til þess að byrja með. Ég fór einu sinni á fund þar sem þetta var rætt og það er örugglega leiðinlegasti fundur sem ég hef farið á. Þess vegna hef ég forðast þessa umræðu eins og heitan eld en maður kemst ekki hjá því eins og þú segir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta kemur alltaf upp. Tillagan frá KKÍ gengur út á það að taka út þriggja ára regluna. Það er eina sem er gert og hvað mér við kemur þá finnst mér það óréttlátt gagnvart þessum mönnum sem hafa þessi réttindi,“ sagði Teitur. Klippa: Eldræða Teits Örlygssonar Hafa öll réttindi nema að spila körfubolta „Þeir eru nánast allir ef ekki allir, vinnandi menn á Íslandi. Að taka af þeim rétt finnst mér bara stórt spurningarmerki. Þeir mega gera allt á Íslandi, hafa öll réttindi nema að þeir mega ekki spila körfubolta nema þá sem takmarkandi leikmenn,“ sagði Teitur. „Mér skilst að þessi tillaga sé frá meirihluta liðanna og hún verður því líklegast samþykkt,“ sagði Teitur. „Tillagan er lögð fram af þriggja manna vinnunefnd sem fundaði með félögunum. Það voru einhver félög sem vildu að það yrði fækkað um einn erlendan leikmann og að ríkisfang myndi ekki skipta máli,“ sagði Kjartan Atli. Allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér „Ég skil menn sem eru pirraðir og venjulega eru allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér í þessu. Ég hefði bara viljað að þetta yrði fjögurra ára regla núna, fimm ára regla á næsta ári, svo sex ára og þá bara fjarar þessi regla út og er búin eftir þrjú til fjögur ár,“ sagði Teitur en þá var komið að því sem Teitur hafði mestar áhyggjur af. „Mér finnst aðalmálið vera landsliðið okkar og hvert það stefnir. Hvert KKÍ stefnir. Það kom þessi frétt frá ÍSÍ að setja okkur niður í b-flokk sem var kannski mesta kjaftshögg sem karfan hefur síðustu áratugi,“ sagði Teitur. Afrekssjóður ÍSÍ færði KKÍ niður um flokk sem er gríðarlegt fjárhagslegt högg fyrir sambandið og ógnar framtíð landsliðanna. Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í eftirminnilegum sigri á Ítalíu í undankeppni HM.Vísir/Bára Höfum varla efni á því að senda liðið á Smáþjóðaleika „Á sama tíma eru við með leikmann sem eru að spila í bestu deildum Evrópu og landsliðið okkar hefur aldrei litið svona vel út. Það hefur aldrei verið svona björt framtíð og við erum í risafæri um að komast inn á stórmót. Núna lítur út fyrir að við höfum varla efni á því að senda liðið okkar á Smáþjóðaleika,“ sagði Teitur hneykslaður. „Það eru svona tíu til tólf strákar í deildinni hérna heima sem geta alveg verið atvinnumenn í Evrópu ef þeir myndi teygja sig eftir því, fá sér umboðsmann og sýna viljann. Það hafa aldrei verið jafnmargir góðir Íslendingar sem vilja vera góðir í körfubolta. Vilja vera atvinnumenn og eru farnir að æfa eins og atvinnumenn,“ sagði Teitur. Elvar Már Friðriksson er einn fremsti körfuboltamaður landsins.Vísir/Bára Dröfn „Einhvern veginn var Njarðvík, mitt lið, eina liðið sem sendi út svona opinbera tilkynningu. Það var ekkert lið sem tók undir það. Ekki eitt lið tók undir það. Þetta er langstærsta málið,“ sagði Teitur. Mér finnst skrifstofa KKÍ gjörsamlega máttlaus „Frekar eru menn að funda út um allan bæ um einhverja helvítið útlendingareglu afsakið orðbragðið þegar þetta risamál vofir yfir okkur. Ég get gagnrýnt mjög marga og líka skrifstofu KKÍ. Mér finnst hún gjörsamlega máttlaus í þessum málum,“ sagði Teitur. „Þetta finnst mér óþolandi og þetta á að vera mál númer eitt, tvö og þrjú á þessu lokaþingi,“ sagði Teitur. Það má sjá alla eldræðu Teits hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira