Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Grímur Atlason skrifar 27. mars 2023 17:30 Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Körfubolti Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar