„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 22:07 Fjölmargir leituðu notaðra gersema við Köllunarklettsveg 1 í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira