Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2023 07:32 Eva sakar Eddu um ritstuld. Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva. MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva.
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira