„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 16:05 Helgi Áss Grétarsson segir pólitíska rétthugsun hafa náð tökum á umhverfinu í íslenskum háskólum. Arnar Halldórsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.” Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.”
Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira