Schram mættur í hásætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2023 09:00 Frederik Schram í leik með Val. Vísir/Vilhelm Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport] Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira