Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 12:30 Vel er fylgst með Seyðisfirði til að mynda þar úrkoma hefur verið mikil. Vísir/Aðsend Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney. Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney.
Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira