Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2023 21:51 Einar Þorvarðarson var svæðisstjóri og umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi. Hann býr á Reyðarfirði. Sigurjón Ólason Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Framundan er hjá Alþingi að taka ákvörðun um dýrustu og lengstu veggöng Íslands, fimmtíu milljarða króna göng undir Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sú stefna að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni er ítrekuð í nýkynntri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hvort Alþingi fallist á þá stefnumörkun og hvænær hafist verður handa skýrist væntanlega fyrir vorið við afgreiðslu samgönguáætlunar frá Alþingi. Einar Þorvarðarson, sem var umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi, segist hafa miklar efasemdir. „Þetta eru allt of löng göng, dýr og áhættusöm göng. Það eru aðrar lausnir sem eru miklu betri. Það verður aldrei neitt samkomulag um það að gera Fjarðarheiðargöng,“ segir Einar. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason Jón Halldór Guðmundsson, sem situr í heimastjórn Seyðisfjarðar fyrir Múlaþing, vitnar til þess að nefnd samgönguráðherra hafi árið 2019 skilað skýrslu um valkostina. „Eftir bara mikla og góða vinnu skilaði hún bara niðurstöðum og þá voru Fjarðarheiðargöng næstu göng. Og svo á að tengja okkur áfram suður,“ segir Jón Halldór. „Niðurstaða nefndarinnar var fáránleg. Í þessari nefnd voru fimm aðilar skipaðir. Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ segir Einar. -Vita alþingismenn ekki hvað þeir eru að gera? „Það held ég ekki. Ég held að þeir hafi verið blekktir,“ svarar Einar. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin Þannig segir hann kostnað hafa verið verulega vanmetinn í skýrslu nefndarinnar. Til að byrja með hafi hann verið sagður 30 til 35 milljarðar króna. „Ég held að kostnaðurinn sé núna kominn upp í 50 til 60 milljarða. Þannig að það var verið að reyna svona að jafnvel að blekkja fólk með því að halda kostnaðinum niðri, gefa í skyn að göngin væru miklu ódýrari heldur en þau verða í raun og veru. Svo var líka gefið í skyn að þetta væri samkvæmt vilja íbúa hér á Austurlandi og fyrirtækja hér á Austurlandi. Það er bara alls ekki rétt. Þannig að það var verið að blekkja almenning og Alþingi líka,“ segir Einar. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, segir mjög sorglegt hvernig jarðgangamálið æxlaðist. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Rætt hafi verið um Norðfjarðargöng sem fyrsta áfangann í tengingu áfram til Seyðisfjarðar. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur að ekki verði hvikað frá þegar markaðri stefnu um göng undir Fjarðarheiði. „Þetta eru næstu göng á samgönguáætlun á Íslandi. Við erum bara bjartsýnir á að þetta fari í gegn,“ segir Jón Halldór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegri umfjöllun Íslands í dag: Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Byggðamál Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Framundan er hjá Alþingi að taka ákvörðun um dýrustu og lengstu veggöng Íslands, fimmtíu milljarða króna göng undir Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sú stefna að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni er ítrekuð í nýkynntri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hvort Alþingi fallist á þá stefnumörkun og hvænær hafist verður handa skýrist væntanlega fyrir vorið við afgreiðslu samgönguáætlunar frá Alþingi. Einar Þorvarðarson, sem var umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi, segist hafa miklar efasemdir. „Þetta eru allt of löng göng, dýr og áhættusöm göng. Það eru aðrar lausnir sem eru miklu betri. Það verður aldrei neitt samkomulag um það að gera Fjarðarheiðargöng,“ segir Einar. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason Jón Halldór Guðmundsson, sem situr í heimastjórn Seyðisfjarðar fyrir Múlaþing, vitnar til þess að nefnd samgönguráðherra hafi árið 2019 skilað skýrslu um valkostina. „Eftir bara mikla og góða vinnu skilaði hún bara niðurstöðum og þá voru Fjarðarheiðargöng næstu göng. Og svo á að tengja okkur áfram suður,“ segir Jón Halldór. „Niðurstaða nefndarinnar var fáránleg. Í þessari nefnd voru fimm aðilar skipaðir. Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ segir Einar. -Vita alþingismenn ekki hvað þeir eru að gera? „Það held ég ekki. Ég held að þeir hafi verið blekktir,“ svarar Einar. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin Þannig segir hann kostnað hafa verið verulega vanmetinn í skýrslu nefndarinnar. Til að byrja með hafi hann verið sagður 30 til 35 milljarðar króna. „Ég held að kostnaðurinn sé núna kominn upp í 50 til 60 milljarða. Þannig að það var verið að reyna svona að jafnvel að blekkja fólk með því að halda kostnaðinum niðri, gefa í skyn að göngin væru miklu ódýrari heldur en þau verða í raun og veru. Svo var líka gefið í skyn að þetta væri samkvæmt vilja íbúa hér á Austurlandi og fyrirtækja hér á Austurlandi. Það er bara alls ekki rétt. Þannig að það var verið að blekkja almenning og Alþingi líka,“ segir Einar. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, segir mjög sorglegt hvernig jarðgangamálið æxlaðist. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Rætt hafi verið um Norðfjarðargöng sem fyrsta áfangann í tengingu áfram til Seyðisfjarðar. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur að ekki verði hvikað frá þegar markaðri stefnu um göng undir Fjarðarheiði. „Þetta eru næstu göng á samgönguáætlun á Íslandi. Við erum bara bjartsýnir á að þetta fari í gegn,“ segir Jón Halldór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegri umfjöllun Íslands í dag:
Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Byggðamál Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20