„Ég hugsa um það á hverjum degi“ Jón Már Ferro skrifar 12. apríl 2023 17:01 Rúnar Kárason, er besta hægri skytta Olís deildarinnar að mati sérfræðinga Handkastsins. Vísir/Diego „Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir. „Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
„Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira