Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 14:33 Svikasíðan auglýsti gefins Toyota Hilux bíl í dag. Fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í „gjafaleiknum.“ Facebook „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“ Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira