„Þetta var þolinmæðisverk“ Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 16:50 Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa eftir góðan sigur KR suður með sjó. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla. „Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53