Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2023 14:08 Aflífa þarf ríflega 700 kindur á bænum Syðri-Urriðaá vegna riðu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi. Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi.
Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27