Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. apríl 2023 16:01 Nokkrar konur úr söfnuði Bókstafstrúarkirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints) við Old Faithful í Yellowstone-þjóðgarðinum. Joe Sohm/Getty Images) Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira