Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2023 11:48 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44
Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41