Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Lúðvík Júlíusson skrifar 24. apríl 2023 11:00 Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun