Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2023 07:01 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir gervigreindarbyltinguna marka ákveðin tímamót þar sem gott sé að staldra við og endurmeta áherslur og forgangsröðun í kennslu. Lög um framhaldsskóla sé þar góður leiðarvísir. Vísir/Egill Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. Við kennurum blasir enn ein áskorunin í starfinu nú þegar algjör bylting hefur orðið í gervigreind en hún er nú orðið svo háþróuð að afar erfitt er að greina á milli texta sem kemur frá henni annars vegar og frá nemanda hins vegar. „Maður heyrir af dæmum þar sem nemendur hafa skilað verkefnum sem eru greinilega ekki skrifuð af þeim og svo vitum við auðvitað að það eru verkefni sem eru ekki greinilega skrifuð af einhverjum öðrum en nemandanum þannig að gervigreindin er orðin það góð að hún villir auðveldlega um fyrir kennara,“ segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við þessi tímamót sé við hæfi að staldra við og íhuga raunverulegt hlutverk framhaldsskóla. Guðjón bendir máli sínu til stuðnings á lög um framhaldsskóla. „Framhaldsskólinn á að efla félagsfærni, kenna nemendum að vera virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi, efla siðvit, víðsýni og svo framvegis. Þetta eru þættir sem ég held sem við ættum núna að hugsa betur um,“ segir Guðjón. „Kennarar eru ekkert í skólanum til að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað heldur erum við þar til að þroska nemendur.“ Fjölgun kennara hjá VIRK jókst um 24% á milli ára Þetta sé ein af mörgum áskorunum sem kennarar standa frammi fyrir. Kennarar þurftu í faraldri kórónuveirunnar að gjörbylta kennsluháttum og stafrænivæða kennslu á einu augabragði. Guðjón segir að margir kennarar séu enn að jafna sig eftir þá reynslu. „Hún fór illa í marga kennara og við kannski eigum eftir að bíta úr nálinni með það. Þetta sýnir sig í tölum hjá Virk sem vekja hjá manni ugg.“ Fjöldi félagsmanna Kennarasambands Íslands sem leituðu til VIRK var nokkuð stöðugur árin 2019-2021 en það fjölgaði síðan talsvert milli áranna 2021 til 2022 og nemur fjölgunin 24% á milli ára. Af þeim einstaklingum sem leita til VIRK þá uppfylla þrisvar sinnum fleiri félagsmenn KÍ skilyrði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar viðmið um kulnun samanborið við aðra einstaklinga sem leita til VIRK. „Nú skiptir máli að stjórnvöld; menntamálayfirvöld séu með okkur í liði og passi upp á okkur sem hóp í gegnum allar þessar samfélagsbreytingar sem eru að verða.“ Kennurum sífellt ætlað stærra hlutverk en hagrætt á sama tíma Í farvatninu eru ný heildarlög menntamálaráðherra um skólaþjónustu þar sem farsæld barna er í fyrirrúmi. „En á meðan erum við í framhaldsskólunum að reyna að takast á við þetta hlutverk að hugsa um hvern og einn nemanda; að hann fá þjónustu og menntun við hæfi. Þá er samt sem áður verið að hagræða og reyna að kreista út úr kerfinu eins marga nemendur og hægt er, fjölga nemendum í bekkjum, sameina framhaldsskóla jafnvel, það eru þættir í þessari mynd sem ganga ekki alveg upp.“ Fréttastofa fór á stúfana í Verzlunarskóla Íslands til að spyrja nemendur við skólann hversu algengt það væri að nemar skiluðu kennurum textum eftir gervigreind. Í kvöldfréttinni er hægt að sjá svör nemendanna en nokkrir viðurkenna að hafa stolist til að skila kennara texta eftir gervigreind á meðan aðrir notuðu hana sem eins konar leitarvél og til gagnaöflunar. Þá voru einnig nokkrir sem vildu ekkert koma nálægt gervigreindinni. Skóla - og menntamál Gervigreind Tækni Stafræn þróun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Tengdar fréttir Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. 17. apríl 2023 20:39 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Yfirmaður hjá Open AI hreifst af íslensku sendinefndinni og elskar Ísland Yfirmönnum hjá bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þóttu mikið til vinnu Íslendinga í máltækni koma og þess vegna veðjaði fyrirtækið á íslenskuna. 20. mars 2023 22:08 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Við kennurum blasir enn ein áskorunin í starfinu nú þegar algjör bylting hefur orðið í gervigreind en hún er nú orðið svo háþróuð að afar erfitt er að greina á milli texta sem kemur frá henni annars vegar og frá nemanda hins vegar. „Maður heyrir af dæmum þar sem nemendur hafa skilað verkefnum sem eru greinilega ekki skrifuð af þeim og svo vitum við auðvitað að það eru verkefni sem eru ekki greinilega skrifuð af einhverjum öðrum en nemandanum þannig að gervigreindin er orðin það góð að hún villir auðveldlega um fyrir kennara,“ segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við þessi tímamót sé við hæfi að staldra við og íhuga raunverulegt hlutverk framhaldsskóla. Guðjón bendir máli sínu til stuðnings á lög um framhaldsskóla. „Framhaldsskólinn á að efla félagsfærni, kenna nemendum að vera virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi, efla siðvit, víðsýni og svo framvegis. Þetta eru þættir sem ég held sem við ættum núna að hugsa betur um,“ segir Guðjón. „Kennarar eru ekkert í skólanum til að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað heldur erum við þar til að þroska nemendur.“ Fjölgun kennara hjá VIRK jókst um 24% á milli ára Þetta sé ein af mörgum áskorunum sem kennarar standa frammi fyrir. Kennarar þurftu í faraldri kórónuveirunnar að gjörbylta kennsluháttum og stafrænivæða kennslu á einu augabragði. Guðjón segir að margir kennarar séu enn að jafna sig eftir þá reynslu. „Hún fór illa í marga kennara og við kannski eigum eftir að bíta úr nálinni með það. Þetta sýnir sig í tölum hjá Virk sem vekja hjá manni ugg.“ Fjöldi félagsmanna Kennarasambands Íslands sem leituðu til VIRK var nokkuð stöðugur árin 2019-2021 en það fjölgaði síðan talsvert milli áranna 2021 til 2022 og nemur fjölgunin 24% á milli ára. Af þeim einstaklingum sem leita til VIRK þá uppfylla þrisvar sinnum fleiri félagsmenn KÍ skilyrði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar viðmið um kulnun samanborið við aðra einstaklinga sem leita til VIRK. „Nú skiptir máli að stjórnvöld; menntamálayfirvöld séu með okkur í liði og passi upp á okkur sem hóp í gegnum allar þessar samfélagsbreytingar sem eru að verða.“ Kennurum sífellt ætlað stærra hlutverk en hagrætt á sama tíma Í farvatninu eru ný heildarlög menntamálaráðherra um skólaþjónustu þar sem farsæld barna er í fyrirrúmi. „En á meðan erum við í framhaldsskólunum að reyna að takast á við þetta hlutverk að hugsa um hvern og einn nemanda; að hann fá þjónustu og menntun við hæfi. Þá er samt sem áður verið að hagræða og reyna að kreista út úr kerfinu eins marga nemendur og hægt er, fjölga nemendum í bekkjum, sameina framhaldsskóla jafnvel, það eru þættir í þessari mynd sem ganga ekki alveg upp.“ Fréttastofa fór á stúfana í Verzlunarskóla Íslands til að spyrja nemendur við skólann hversu algengt það væri að nemar skiluðu kennurum textum eftir gervigreind. Í kvöldfréttinni er hægt að sjá svör nemendanna en nokkrir viðurkenna að hafa stolist til að skila kennara texta eftir gervigreind á meðan aðrir notuðu hana sem eins konar leitarvél og til gagnaöflunar. Þá voru einnig nokkrir sem vildu ekkert koma nálægt gervigreindinni.
Skóla - og menntamál Gervigreind Tækni Stafræn þróun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Tengdar fréttir Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. 17. apríl 2023 20:39 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Yfirmaður hjá Open AI hreifst af íslensku sendinefndinni og elskar Ísland Yfirmönnum hjá bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þóttu mikið til vinnu Íslendinga í máltækni koma og þess vegna veðjaði fyrirtækið á íslenskuna. 20. mars 2023 22:08 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. 17. apríl 2023 20:39
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31
Yfirmaður hjá Open AI hreifst af íslensku sendinefndinni og elskar Ísland Yfirmönnum hjá bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þóttu mikið til vinnu Íslendinga í máltækni koma og þess vegna veðjaði fyrirtækið á íslenskuna. 20. mars 2023 22:08
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59