Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2023 22:12 Orri Eiríksson, verkfræðingur og flugstjóri hjá Icelandair, sat í starfshópi innviðaráðherra um nýja byggð í Skerjafirði sem fulltrúi öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bjarni Einarsson Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að sjö ár eru frá því Hlíðarendahverfið var tekið undan flugvellinum. Það gerðist að lokum með dómi Hæstaréttar árið 2016, eftir talsverð átök. Núna er komið að því að taka næsta svæði til húsbygginga og það er ekki minna. Ráðherra flugmála gaf grænt ljós. „Það er allavega niðurstaðan okkar að það sé ekkert til fyrirstöðu að gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Það tekur vissulega langan tíma. Það þurfi að fara þarna í jarðvegsframkvæmdir og aðra þætti, sem gefur okkur þá líka nægilegt tækifæri til þess að fara í hugsanlegar deiliskipulagsbreytingar,“ segir ráðherrann. Teikning af fyrirhugaðri byggð.Reykjavíkurborg Borgin hefur skipulagt 690 íbúðir í hverfinu. „Áhuginn á hverfinu er sannarlega mikill. Þetta er líklega eitt verðlaunaðasta skipulag sem við höfum staðið fyrir, bæði innanlands og utan,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur ráðherra telur raunar að byggðin muni að óbreyttu skerða nothæfi vallarins og að þörf sé á mótvægisaðgerðum. En munu þær fækka íbúðum í nýja hverfinu? „Nei, það ætti ekki að þýða það,“ svarar borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Bjarni Einarsson Borginni í samvinnu við Isavia er falið að útfæra skipulag hverfisins með það að markmiði að tryggja flug- og rekstraröryggi vallarins. „En ég held að við séum bara sammála um að gera það sem hægt er til þess að tempra áhrifin þannig að þetta geti farið saman,“ segir Dagur. „Þessvegna er það niðurstaðan að þrátt fyrir að það sé staðreynd að þessi byggð muni hafa áhrif að með mótvægisaðgerðum sé það talið, af þessum hópi, hægt að bregðast við því á viðunandi hátt,“ segir Sigurður Ingi. Sem innviðráðherra fer Sigurður Ingi Jóhannsson með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál.Bjarni Einarsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna átti fulltrúa í nefndinni, Orra Eiríksson, en hann er flugstjóri hjá Icelandair og verkfræðingur. -Hvernig líst ykkur atvinnuflugmönnum á þessa niðurstöðu? „Illa,“ svarar Orri. „Notagildi vallarins mun skerðast. Það munu verða erfiðleikar í áætlunarflugi. Þetta mun hafa veruleg áhrif á sjúkraflug.“ Notagildi sem varaflugvallar segir hann einnig skerðast. „Þetta mun valda því að það þarf að nota Glasgow-flugvöll miklu oftar sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll,“ segir Orri. Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki varaflugvallar fyrir millilandaflug.Vísir/Vilhelm En hvenær sér borgarstjóri fram á það að vinnuvélar og byggingarkranar sjáist á Skerjafjarðarsvæðinu? „Vinnuvélar ættu að geta sést strax á þessu ári. Byggingarkranar kannski á næsta og þá er ekki langt í fyrstu húsin,“ svarar Dagur. „Að lokum er það pólitísk ákvörðun; ætla menn að skerða notagildi vallarins? Þetta er bara einn nagli í kistuna og það er kannski það sem menn vilja,“ segir Orri Eiríksson, fulltrúi í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá ítarlegra viðtal við Orra Eiríksson: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Dag B. Eggertsson um niðurstöðuna: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að sjö ár eru frá því Hlíðarendahverfið var tekið undan flugvellinum. Það gerðist að lokum með dómi Hæstaréttar árið 2016, eftir talsverð átök. Núna er komið að því að taka næsta svæði til húsbygginga og það er ekki minna. Ráðherra flugmála gaf grænt ljós. „Það er allavega niðurstaðan okkar að það sé ekkert til fyrirstöðu að gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Það tekur vissulega langan tíma. Það þurfi að fara þarna í jarðvegsframkvæmdir og aðra þætti, sem gefur okkur þá líka nægilegt tækifæri til þess að fara í hugsanlegar deiliskipulagsbreytingar,“ segir ráðherrann. Teikning af fyrirhugaðri byggð.Reykjavíkurborg Borgin hefur skipulagt 690 íbúðir í hverfinu. „Áhuginn á hverfinu er sannarlega mikill. Þetta er líklega eitt verðlaunaðasta skipulag sem við höfum staðið fyrir, bæði innanlands og utan,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur ráðherra telur raunar að byggðin muni að óbreyttu skerða nothæfi vallarins og að þörf sé á mótvægisaðgerðum. En munu þær fækka íbúðum í nýja hverfinu? „Nei, það ætti ekki að þýða það,“ svarar borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Bjarni Einarsson Borginni í samvinnu við Isavia er falið að útfæra skipulag hverfisins með það að markmiði að tryggja flug- og rekstraröryggi vallarins. „En ég held að við séum bara sammála um að gera það sem hægt er til þess að tempra áhrifin þannig að þetta geti farið saman,“ segir Dagur. „Þessvegna er það niðurstaðan að þrátt fyrir að það sé staðreynd að þessi byggð muni hafa áhrif að með mótvægisaðgerðum sé það talið, af þessum hópi, hægt að bregðast við því á viðunandi hátt,“ segir Sigurður Ingi. Sem innviðráðherra fer Sigurður Ingi Jóhannsson með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál.Bjarni Einarsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna átti fulltrúa í nefndinni, Orra Eiríksson, en hann er flugstjóri hjá Icelandair og verkfræðingur. -Hvernig líst ykkur atvinnuflugmönnum á þessa niðurstöðu? „Illa,“ svarar Orri. „Notagildi vallarins mun skerðast. Það munu verða erfiðleikar í áætlunarflugi. Þetta mun hafa veruleg áhrif á sjúkraflug.“ Notagildi sem varaflugvallar segir hann einnig skerðast. „Þetta mun valda því að það þarf að nota Glasgow-flugvöll miklu oftar sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll,“ segir Orri. Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki varaflugvallar fyrir millilandaflug.Vísir/Vilhelm En hvenær sér borgarstjóri fram á það að vinnuvélar og byggingarkranar sjáist á Skerjafjarðarsvæðinu? „Vinnuvélar ættu að geta sést strax á þessu ári. Byggingarkranar kannski á næsta og þá er ekki langt í fyrstu húsin,“ svarar Dagur. „Að lokum er það pólitísk ákvörðun; ætla menn að skerða notagildi vallarins? Þetta er bara einn nagli í kistuna og það er kannski það sem menn vilja,“ segir Orri Eiríksson, fulltrúi í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá ítarlegra viðtal við Orra Eiríksson: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Dag B. Eggertsson um niðurstöðuna: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22