Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 3. maí 2023 14:17 Planið er að selja íbúðina til að hjálpa dótturinni af leigumarkaði. Vísir/Vilhelm/Eignamyndir Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. Dóttir Láru er einstæð móðir með eitt barn. Hún hefur verið heppin með leigusala sem rukkar sanngjarna leigu en leigusamningurinn við hann er að renna út. Hún fór því að leita sér að nýrri íbúð til að leigja og hjálpaði Lára henni með það. Fljótlega rann upp fyrir mæðginunum að það myndi ekki virka. „Þetta er dæmi sem gengur ekki upp,“ segir Lára í samtali við fréttastofu um stöðuna á leigumarkaðnum. „Þetta er bara komið út fyrir öll velsæmismörk.“ Lára segir dóttur sína ekki hafa verið að leita að stóru húsnæði, bara íbúð með einu svefnherbergi eða stúdíóíbúð. Það hafi þó verið erfitt að finna slíka íbúð á viðráðanlegu verði. Íbúðir undir 280 þúsund krónum á mánuði hafi verið sjaldséðar. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld, þar sem rætt var við Láru. Leigusalar taki ekki hækkun fasteignaverðs með í dæmið Lára gagnrýnir það harðlega að leiguverð sé orðið svona hátt. Hún furðar sig sérstaklega á því í ljósi þess hversu mikið fasteignaverð hefur hækkað að undanförnu. Að hennar mati ættu leigusalar að hafa það í huga þegar verið er að ákveða leiguverð. „Þegar það er verið að ákveða leiguverð er aldrei tekið með í reikninginn að fasteignaverð hefur hækkað.En það er aldrei tekið tillit til þess í leiguverðinu að þú ert alltaf að eignast meira og meira í fasteigninni, plús það sem hún hefur hækkað í verði.“ Fyrr í dag birti Lára færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrir stöðuna. Þar tekur hún einmitt tilbúið reikningsdæmi um hversu mikið leigusalar geti verið að græða á meðan þeir rukka svo mikið fyrir leiguna. „Einhver keypti íbúð 2019 á 45 milljónir. Viðkomandi greiðir hámark sirka 220 þúsund á mánuði í óverðtryggt lán sitt. Minna ef lánið er verðtryggt. Leigusalar eru margir gjarnir á að rukka þá þessar 220 þúsund krónur í leigu og ekki nóg með það heldur leggja þeir ofan á það kostnað vegna íbúðarinnar (fasteignagjöld og slíkt), viðhald og svo álag svona 10-20% (sumir meira). Það þýðir að leigan hjá viðkomandi er kannski 270-310 þúsund krónur á mánuði. Íbúðin hefur líka hækkað mjög mikið í verði á þessum tíma og nú á viðkomandi (sem tók 80% lán og greiddi út 9 milljónir) 18 milljónir hið minnsta í eigninni. Líklega þó meira en það. Eignarhluti hans hefur því að minnsta kosti aukist um 9 milljónir í hreinan gróða. Að auki hefur hann rukkað á þremur og hálfu ári, miðað við 280þ króna leigu, allt 11.700.000 krónur í leigu ef ekki meira, þar af í afborganir (ekki vexti) tæpar 4 milljónir! Gróði uppá 9+4+1,26= 14.260.000 krónur á tímabilinu! Jafnvel þótt leigusali myndi "aðeins" rukka fyrir afborganir á láninu þá væri gróðinn samt himinhár eða í það minnsta 13 milljónir!“ Var sjálf á leigumarkaði í yfir tvo áratugi Lára var sjálf á leigumarkaði í meira en tuttugu ár. Henni fannst vont á sínum tíma þegar lögum var breytt og leigan varð vísitölutengd. Við það hafi leigan hækkað í hverjum mánuði og því hafi ekki verið nein leið til að sjá fyrir útgjöld fram í tímann. „Það er líka vont að þurfa að flytja aftur og aftur sérstaklega þegar fólk er með börn í skóla og leikskóla eins og ég var. Þess vegna létum við okkur hafa það árum saman að ekkert var hirt um eignina sem við vorum í, ekkert viðhald, engar lagfæringar og það sem bilaði var bara bilað nema við leggðum sjálf út í kostnað við að laga það. Við létum okkur hafa það vegna þess að þá fengum við að vera á sama stað í allnokkur ár,“ segir hún í færslunni. Fyrir þremur árum tókst Láru þó að komast út af leigumarkaðnum. „Við vorum svo lánsöm að geta skrapað saman fyrir útborgun í íbúð árið 2020,“ segir hún. „Við það lækkaði húsnæðiskostnaður okkar um ríflega 100 þúsund krónur á mánuði þegar allt er talið. Og ekki nóg með það heldur höfum við eignast í íbúðinni meira en okkur óraði fyrir vegna þess að fasteignaverð hækkar bara og hækkar.“ Íbúðin komin á sölu Dóttir hennar er þó ekki í þeirri stöðu að geta keypt sér íbúð. „Snargalinn leigumarkaður“ sé ástæðan fyrir því að Lára hefur ákveðið að setja eigin íbúð á sölu. Planið er að freista þess að kaupa aðra minni íbúð með aukaíbúð fyrir dóttur sína. „Ég hefði aldrei getað gert það fyrir einhverjum árum,“ segir Lára og bætir við að þetta sé bara möguleiki þar sem fasteignaverð hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Því miður sé of margt fólk sem er ekki jafn lánsamt og þau. „Það getur ekki annað en leigt dýrum dómi af okrurum. Það þarf að breyta þessu og setja einhver bönd á þessar hækkanir. Þetta ástand er bara orðið algert helbert rugl og þvæla,“ segir Lára í lok færslunnar. Í samtali við blaðamann segir hún leigusala mega sýna meiri sanngirni þegar kemur að því að ákveða leiguverð. „Svo mega stjórnvöld fara að gera eitthvað í þessu, það er ekki hægt að hafa þetta svona.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. 16. apríl 2023 21:00 Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. 5. apríl 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Dóttir Láru er einstæð móðir með eitt barn. Hún hefur verið heppin með leigusala sem rukkar sanngjarna leigu en leigusamningurinn við hann er að renna út. Hún fór því að leita sér að nýrri íbúð til að leigja og hjálpaði Lára henni með það. Fljótlega rann upp fyrir mæðginunum að það myndi ekki virka. „Þetta er dæmi sem gengur ekki upp,“ segir Lára í samtali við fréttastofu um stöðuna á leigumarkaðnum. „Þetta er bara komið út fyrir öll velsæmismörk.“ Lára segir dóttur sína ekki hafa verið að leita að stóru húsnæði, bara íbúð með einu svefnherbergi eða stúdíóíbúð. Það hafi þó verið erfitt að finna slíka íbúð á viðráðanlegu verði. Íbúðir undir 280 þúsund krónum á mánuði hafi verið sjaldséðar. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld, þar sem rætt var við Láru. Leigusalar taki ekki hækkun fasteignaverðs með í dæmið Lára gagnrýnir það harðlega að leiguverð sé orðið svona hátt. Hún furðar sig sérstaklega á því í ljósi þess hversu mikið fasteignaverð hefur hækkað að undanförnu. Að hennar mati ættu leigusalar að hafa það í huga þegar verið er að ákveða leiguverð. „Þegar það er verið að ákveða leiguverð er aldrei tekið með í reikninginn að fasteignaverð hefur hækkað.En það er aldrei tekið tillit til þess í leiguverðinu að þú ert alltaf að eignast meira og meira í fasteigninni, plús það sem hún hefur hækkað í verði.“ Fyrr í dag birti Lára færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrir stöðuna. Þar tekur hún einmitt tilbúið reikningsdæmi um hversu mikið leigusalar geti verið að græða á meðan þeir rukka svo mikið fyrir leiguna. „Einhver keypti íbúð 2019 á 45 milljónir. Viðkomandi greiðir hámark sirka 220 þúsund á mánuði í óverðtryggt lán sitt. Minna ef lánið er verðtryggt. Leigusalar eru margir gjarnir á að rukka þá þessar 220 þúsund krónur í leigu og ekki nóg með það heldur leggja þeir ofan á það kostnað vegna íbúðarinnar (fasteignagjöld og slíkt), viðhald og svo álag svona 10-20% (sumir meira). Það þýðir að leigan hjá viðkomandi er kannski 270-310 þúsund krónur á mánuði. Íbúðin hefur líka hækkað mjög mikið í verði á þessum tíma og nú á viðkomandi (sem tók 80% lán og greiddi út 9 milljónir) 18 milljónir hið minnsta í eigninni. Líklega þó meira en það. Eignarhluti hans hefur því að minnsta kosti aukist um 9 milljónir í hreinan gróða. Að auki hefur hann rukkað á þremur og hálfu ári, miðað við 280þ króna leigu, allt 11.700.000 krónur í leigu ef ekki meira, þar af í afborganir (ekki vexti) tæpar 4 milljónir! Gróði uppá 9+4+1,26= 14.260.000 krónur á tímabilinu! Jafnvel þótt leigusali myndi "aðeins" rukka fyrir afborganir á láninu þá væri gróðinn samt himinhár eða í það minnsta 13 milljónir!“ Var sjálf á leigumarkaði í yfir tvo áratugi Lára var sjálf á leigumarkaði í meira en tuttugu ár. Henni fannst vont á sínum tíma þegar lögum var breytt og leigan varð vísitölutengd. Við það hafi leigan hækkað í hverjum mánuði og því hafi ekki verið nein leið til að sjá fyrir útgjöld fram í tímann. „Það er líka vont að þurfa að flytja aftur og aftur sérstaklega þegar fólk er með börn í skóla og leikskóla eins og ég var. Þess vegna létum við okkur hafa það árum saman að ekkert var hirt um eignina sem við vorum í, ekkert viðhald, engar lagfæringar og það sem bilaði var bara bilað nema við leggðum sjálf út í kostnað við að laga það. Við létum okkur hafa það vegna þess að þá fengum við að vera á sama stað í allnokkur ár,“ segir hún í færslunni. Fyrir þremur árum tókst Láru þó að komast út af leigumarkaðnum. „Við vorum svo lánsöm að geta skrapað saman fyrir útborgun í íbúð árið 2020,“ segir hún. „Við það lækkaði húsnæðiskostnaður okkar um ríflega 100 þúsund krónur á mánuði þegar allt er talið. Og ekki nóg með það heldur höfum við eignast í íbúðinni meira en okkur óraði fyrir vegna þess að fasteignaverð hækkar bara og hækkar.“ Íbúðin komin á sölu Dóttir hennar er þó ekki í þeirri stöðu að geta keypt sér íbúð. „Snargalinn leigumarkaður“ sé ástæðan fyrir því að Lára hefur ákveðið að setja eigin íbúð á sölu. Planið er að freista þess að kaupa aðra minni íbúð með aukaíbúð fyrir dóttur sína. „Ég hefði aldrei getað gert það fyrir einhverjum árum,“ segir Lára og bætir við að þetta sé bara möguleiki þar sem fasteignaverð hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Því miður sé of margt fólk sem er ekki jafn lánsamt og þau. „Það getur ekki annað en leigt dýrum dómi af okrurum. Það þarf að breyta þessu og setja einhver bönd á þessar hækkanir. Þetta ástand er bara orðið algert helbert rugl og þvæla,“ segir Lára í lok færslunnar. Í samtali við blaðamann segir hún leigusala mega sýna meiri sanngirni þegar kemur að því að ákveða leiguverð. „Svo mega stjórnvöld fara að gera eitthvað í þessu, það er ekki hægt að hafa þetta svona.“
„Einhver keypti íbúð 2019 á 45 milljónir. Viðkomandi greiðir hámark sirka 220 þúsund á mánuði í óverðtryggt lán sitt. Minna ef lánið er verðtryggt. Leigusalar eru margir gjarnir á að rukka þá þessar 220 þúsund krónur í leigu og ekki nóg með það heldur leggja þeir ofan á það kostnað vegna íbúðarinnar (fasteignagjöld og slíkt), viðhald og svo álag svona 10-20% (sumir meira). Það þýðir að leigan hjá viðkomandi er kannski 270-310 þúsund krónur á mánuði. Íbúðin hefur líka hækkað mjög mikið í verði á þessum tíma og nú á viðkomandi (sem tók 80% lán og greiddi út 9 milljónir) 18 milljónir hið minnsta í eigninni. Líklega þó meira en það. Eignarhluti hans hefur því að minnsta kosti aukist um 9 milljónir í hreinan gróða. Að auki hefur hann rukkað á þremur og hálfu ári, miðað við 280þ króna leigu, allt 11.700.000 krónur í leigu ef ekki meira, þar af í afborganir (ekki vexti) tæpar 4 milljónir! Gróði uppá 9+4+1,26= 14.260.000 krónur á tímabilinu! Jafnvel þótt leigusali myndi "aðeins" rukka fyrir afborganir á láninu þá væri gróðinn samt himinhár eða í það minnsta 13 milljónir!“
Fasteignamarkaður Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. 16. apríl 2023 21:00 Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. 5. apríl 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. 16. apríl 2023 21:00
Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. 5. apríl 2023 20:01