Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 23:50 Frá tónleikum Bjarkar á Coachella í Kaliforníufylki fyrir skemmstu. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. „Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
„Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27