Evrópskt hlaðborð eða súrt hvalkjöt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:01 Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar