Að ná tökum á ástandi með skynsamlegum aðgerðum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að stjórnmálin um heim allan eru með vindinn í fangið þessi misserin. Hækkanir á hækkanir ofan dynja á almenningi víða um heim og við hér á Íslandi erum ekki undanskilin og finnum fyrir þeim. Þá gildir einu hvort við séum að horfa á húsnæðislánin okkar, matarkörfuna, tryggingarnar eða hvað eina annað. Afleiðingar af þessum hækkunum er að almenningur í landinu fær minna fyrir krónurnar sínar. Ráðstöfunarfé er minna, ef nokkuð, hjá fólki í lok mánaðarins. Eðli máls samkvæmt skapar þetta óánægju í garð valdhafa og fylgið fer á flakk. Við megum hins vegar ekki gleyma þeirri staðreynd þegar reynt er að finna sökudólg að við erum nýkomin úr alheimsfaraldri og erum auk þess nú að kljást við stríð í Evrópu sem hefur haft umtalsverð áhrif á efnahaginn í álfunni. Verkefni okkar stjórnmálamanna er hins vegar að ná tökum á verðbólgunni. Við þurfum að ná henni niður eins hratt og mögulegt er með skynsamlegum aðgerðum svo við getum sem samfélag aftur komist í eðlilegt horf ef svo má segja. Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi í mínum störfum hvort sem er á vettvangi stjórnmálanna eða annars staðar að einbeita mér að verkefninu; halda áfram að vinna líkt og við vorum kjörin til. Hvalrekaskattur – „við og þið“ eða „við og hinir“ Ég hef ítrekað rætt um það síðustu mánuði að ef við ætlum okkur að ná tökum á ástandinu þurfa allir að taka þátt í því verkefni. Það er að taka þátt í því að stíga ölduna með fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Við sáum í síðustu viku fréttir af miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja þar sem bæði þjónustutekjur og vaxtatekjur þeirra eru að hækka umtalsvert. Ég skynja á umræðunni að upplifun fólks sé sú að hér á landi sé að skapast samfélag sem megi kalla „við og þið“ eða „við og hinir“. Við fréttir sem þessar verður það upplifun fólks, sem alls ekki má vanmeta, að hér séu ekki allir að taka þátt og það er vond staða að vera í. Það virðist duga skammt að ætla að höfða til þeirra sem teljast til hinna breiðu baka í samfélaginu og biðla til þeirra að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Almenningur er að taka á sig auknar byrðar með ýmsum hætti og það gengur ekki að hér séu aðilar, fyrirtæki og aðrir, sem halda að þeir séu eyland í þessu samfélagi sem við byggjum saman. Við erum í tímabundnu ástandi líkt og önnur lönd Evrópu. Af þessari ástæðu þá finnst mér það koma vel til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega, greiða niður skuldir og styðja við þá hópa sem nú standa í miðjum ólgusjó. Annað er hreinlega óskynsamlegt og ósanngjarnt. Húsnæðismarkaðurinn Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Þá höfum við verið að kalla eftir jafnvægi á húsnæðismarkaði en líkt og staðan er nú, þá er ekkert jafnvægi, það hefur ríkt skortur og slíku ástandi fylgir einungis eitt verð, það er hátt verð. Að mínu mati greip Seðlabankinn of harkalega inn í með því að þrengja of á lánþegaskilyrðum. Það hefur haft þær afleiðingar í för með sér að fyrstu kaupendur komast ekki inn á markaðinn og það er því sem næst ómögulegt fyrir þá sem eru einstæðir. Afleiðingar þessa er að keðjan er að rofna. Snjóhengja kynslóða er að myndast sem mun svo á einhverjum tímapunkti riðjast út á markaðinn, stíflan mun bresta og þá, ef ekki verður gefið vel í með annars vegar opinberum aðgerðum líkt og innviðaráðherra hefur verið að boða og á almennum byggingamarkaði, munum við sjá skarpari sveiflu en þær sem við þegar þekkjum og erum að reyna að komast út úr. Þessar aðgerðir hafa einnig áhrif á leiguverð en vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 6,5% á sex mánuðum á sama tíma og húsnæðisverð hefur staðið svo gott sem í stað. Það er því knýjandi að koma á skynsamlegu regluverki á leigumarkaðinn og má þar horfa til úrræða sem við þekkjum víða erlendis frá. Verkefni okkar sem störfum á Alþingi eru margvísleg, en þau eru fyrst og fremst að standa með fólkinu í landinu, ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í það verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að stjórnmálin um heim allan eru með vindinn í fangið þessi misserin. Hækkanir á hækkanir ofan dynja á almenningi víða um heim og við hér á Íslandi erum ekki undanskilin og finnum fyrir þeim. Þá gildir einu hvort við séum að horfa á húsnæðislánin okkar, matarkörfuna, tryggingarnar eða hvað eina annað. Afleiðingar af þessum hækkunum er að almenningur í landinu fær minna fyrir krónurnar sínar. Ráðstöfunarfé er minna, ef nokkuð, hjá fólki í lok mánaðarins. Eðli máls samkvæmt skapar þetta óánægju í garð valdhafa og fylgið fer á flakk. Við megum hins vegar ekki gleyma þeirri staðreynd þegar reynt er að finna sökudólg að við erum nýkomin úr alheimsfaraldri og erum auk þess nú að kljást við stríð í Evrópu sem hefur haft umtalsverð áhrif á efnahaginn í álfunni. Verkefni okkar stjórnmálamanna er hins vegar að ná tökum á verðbólgunni. Við þurfum að ná henni niður eins hratt og mögulegt er með skynsamlegum aðgerðum svo við getum sem samfélag aftur komist í eðlilegt horf ef svo má segja. Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi í mínum störfum hvort sem er á vettvangi stjórnmálanna eða annars staðar að einbeita mér að verkefninu; halda áfram að vinna líkt og við vorum kjörin til. Hvalrekaskattur – „við og þið“ eða „við og hinir“ Ég hef ítrekað rætt um það síðustu mánuði að ef við ætlum okkur að ná tökum á ástandinu þurfa allir að taka þátt í því verkefni. Það er að taka þátt í því að stíga ölduna með fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Við sáum í síðustu viku fréttir af miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja þar sem bæði þjónustutekjur og vaxtatekjur þeirra eru að hækka umtalsvert. Ég skynja á umræðunni að upplifun fólks sé sú að hér á landi sé að skapast samfélag sem megi kalla „við og þið“ eða „við og hinir“. Við fréttir sem þessar verður það upplifun fólks, sem alls ekki má vanmeta, að hér séu ekki allir að taka þátt og það er vond staða að vera í. Það virðist duga skammt að ætla að höfða til þeirra sem teljast til hinna breiðu baka í samfélaginu og biðla til þeirra að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Almenningur er að taka á sig auknar byrðar með ýmsum hætti og það gengur ekki að hér séu aðilar, fyrirtæki og aðrir, sem halda að þeir séu eyland í þessu samfélagi sem við byggjum saman. Við erum í tímabundnu ástandi líkt og önnur lönd Evrópu. Af þessari ástæðu þá finnst mér það koma vel til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega, greiða niður skuldir og styðja við þá hópa sem nú standa í miðjum ólgusjó. Annað er hreinlega óskynsamlegt og ósanngjarnt. Húsnæðismarkaðurinn Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Þá höfum við verið að kalla eftir jafnvægi á húsnæðismarkaði en líkt og staðan er nú, þá er ekkert jafnvægi, það hefur ríkt skortur og slíku ástandi fylgir einungis eitt verð, það er hátt verð. Að mínu mati greip Seðlabankinn of harkalega inn í með því að þrengja of á lánþegaskilyrðum. Það hefur haft þær afleiðingar í för með sér að fyrstu kaupendur komast ekki inn á markaðinn og það er því sem næst ómögulegt fyrir þá sem eru einstæðir. Afleiðingar þessa er að keðjan er að rofna. Snjóhengja kynslóða er að myndast sem mun svo á einhverjum tímapunkti riðjast út á markaðinn, stíflan mun bresta og þá, ef ekki verður gefið vel í með annars vegar opinberum aðgerðum líkt og innviðaráðherra hefur verið að boða og á almennum byggingamarkaði, munum við sjá skarpari sveiflu en þær sem við þegar þekkjum og erum að reyna að komast út úr. Þessar aðgerðir hafa einnig áhrif á leiguverð en vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 6,5% á sex mánuðum á sama tíma og húsnæðisverð hefur staðið svo gott sem í stað. Það er því knýjandi að koma á skynsamlegu regluverki á leigumarkaðinn og má þar horfa til úrræða sem við þekkjum víða erlendis frá. Verkefni okkar sem störfum á Alþingi eru margvísleg, en þau eru fyrst og fremst að standa með fólkinu í landinu, ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í það verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar