Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar