Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 12:30 Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, með nýju tvískiptu tunnuna. Vísir/Sigurjón Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar. Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar.
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37