Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2023 22:51 Nærri allir lögreglumenn landsins koma að viðburðinum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira