Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 10:57 Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira