Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 12:14 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. Vísir/Arnar Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira