Veðrið meira og minna eins út mánuðinn Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. maí 2023 20:04 Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðrið verði líklega eins út mánuðinn. Stöð 2 „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum. Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum.
Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37