Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 21:06 Gunnar las meðal annars upp úr bókinni á uppskeruhátíðinni en hún heitir „Bella gella krossari". Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu. Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira