Víst ríma þau, Jón og flón Pétur Heimisson skrifar 29. maí 2023 10:01 Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Pétur Heimisson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar