„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2023 21:01 Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára. Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára.
Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira