Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júní 2023 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson varð umhverfisráðherra seint á árinu 2021. Er því búinn að gegna því embætti vel á annað ár. Hann ber aðal ábyrgð á dýra-, náttúru- og umhverfisvernd í landinu, eins og menn vita. Undirritaður hefur mikið beitt sér á því sviði, m.a. í gegnum Jarðarvini, eins og margir vita. Hefur byggt upp verulega þekkingu á því sviði, umfram flesta aðra hér. 10. desember 2021 óskaði ég eftir fundi með þessum nýja ráðherra til að ræða stöðu villtra dýra á Íslandi við hann. Leggja honum til mína vitneskju og gögn, sem ég hafði notað mikinn tíma til að safna. Stytta honum leið að nauðsynlegri þekkingu. Þrátt fyrir nokkra eftirgangsmuni, færðist hann alltaf undan því að hitta mig. Nú í eitt og hálft ár. Útskýringin mun hafa verið sú, að ég hefði móðgað hann með blaðaskrifum, þar sem ég m.a. gagnrýndi hann fyrir það hobbí hans og skemmtun, að elta uppi og drepa hreindýr, og grobba sig svo að því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið, kannske kú frá ungum og hjálparlitlum kálfi, með myndum af sér glaðhlakkalegum og skælbrosandi, yfir dauðu dýrinu, á netinu. Maður, sem lætur stjórnast af persónulegum tilfinningum, móðgunargirni og ólund, og setur slíkt í forgang, tekur það fram fyrir málefnið, upplýsingar og skynsemi, á ekkert erindi í hátt embætti. Þann 2. júní sl. skrifaði Guðlaugur Þór pistil hér, undir fyrirsögninni „Ég er óábyrgur“, þar sem hann lagðist gegn uppbyggingu í Nýja-Skerjafirði. „Græn svæði eru verðmæt“, sagði þessi skyndilega orðni græningi. Síðan voru megin rökin gegn þessari uppbyggingu þau, að í fjörunni haldi sig ýmsar fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þar væri líka eini staðurinn innan Reykjavíkurborgar þar sem finna má margæs. Reyndar er mál til komið, að ráðherrann hugsi til stöðu dýra- og fuglalífs á Íslandi, en það hefði farið betur á því, að hann hefði kunnað og skilið, hvernig raða á þeirri vá, sem að fuglalífi landsmanna stafar, betur og skynsamlegar upp, þegar hann loks lætur í sér heyra með þessi mál, sennilega þó ekki af grænum sjónarmiðum, heldur, miklu fremur, til að reyna að hressa upp á sinn pólitíska status og fylgi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út „Válista fugla“. Er vástöðu tegunda raðað eftir þeirri vá, sem talið er, að að þeim steðji. Útdauð tegund: Geirfugl Tegundir útdauðar á Íslandi: Gráspör, haftyrðill, keldusvín Tegundir í bráðri hættu: Fjöruspói, lundi, skúmur Tegundir í hættu: Blesgæs, duggönd, fýll, haförn, kjói, sendlingur, stuttnefja, svartbakur, teista, þórshani. Tegundir í nokkurri hættu Tegundir í yfirvofandi hættu Tegundir metnar en ekki í hættu. Ráðherrann hefur ekkert gert fyrir þá fugla, sem eru í hæstu áhættuflokkunum, standa efst á válista, í flokkum 3 og 4, en þar er verndarátak auðvitað bráðbrýnt, en svo er hann með þessari gagnrýni á Nýja-Skerjafjörð, að reyna að setja sig í stellingar með sex tegundir, sem allar eru í flokkum 4 til 7. Aðeins Sendlingur er í áhættuflokki 4, hinir eru í 5, 6 og 7. Auðvitað er gott að vernda alla fugla, en, þegar ekki er hægt að gera allt í einu, þarf að búa til forgangsröð og byrja þar, sem þörfin er mest. Hitt er bara sýndarmennska. Menn skyldu líka ætla, að það væri ansi víðfemt starnd- og fjörusvæði við og um Ísland. Það, að þykjast vera að berjast fyrir velferð þeirra fugla, sem lítil vá steðjar að, en láta hina, eins og lundann, skúm og fjöruspóa, sem allir eru í flokki 3 („Tegund í bráðri hættu“), eða t.a.m. blesgæs, duggönd, fýl, haförn, hvítmáf, kjóa, stuttnefju, svartbak, teistu og þórshana, sem eru í váflokki 4 („Tegund í hættu“), eiga sig, getur auðvitað ekki flokkast undir annað en látalæti. Talandi um lundann, þá stóð ég í stífum viðræðum við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) um veiðar á lundanum í fyrra vor, þar sem Guðlaugur Þór var með, en þar gagnrýndi ég harðlega veiðarnar, og benti m.a. á, að, annars vegar, væri lundinn (og öll villt dýr) friðuð skv. lögum nr. 64/1994, grein 6, og, að ekki mætti veiða, nema með sérstakri undanþágu ráðherra, og, hins vegar, að lundinn væri „Tegund í bráðri hættu“, skv. þeirra eigin válista. Hvernig gæti það þá staðizt, að enn væri ráðherra að veita undanþágu til veiða og NÍ/Umhverfisstofnun (UST) að veita leyfi til þeirra. Með þetta gerði Guðlaugur Þór ekkert. Lundinn var áfram veiddur í fyrra, en nú er ástand stofnsins orðið enn verra, bráðalvarlegt, án þess að bofs heyrist frá ráðherra. Svipað samtal átti ég við NÍ í fyrrahaust, þar sem Guðlaugur Þór var líka með, en þar benti ég á, að varpstofn rjúpu hefði í raun hrunið næstu 5 árin þar á undan, eða úr 293 þús. fuglum 2018 í 69 þús. 2021, og, að í fyrra, 2022, hafi hann verið enn veikari, þannig, að það hefði átt að hafa verið skilyrðislaust skylduverk ráðherra og NÍ, að vernda fuglinn, með friðun, eins og Sif Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, gerði árið 2002. Með þetta gerði Guðlaugur Þór heldur ekkert, kannske hefur hann sjálfur verið við rjúpnaveiðar í fyrra, hver veit. Þá skal þetta rifjað upp: Fagráð um velferð dýra, sem hefur það hlutverk skv. lögum, að vera stjórnvöldum „til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra“, hafði vaxandi áhyggjur af veiðum á hreinkúm frá allt niður í 6-8 vikna gömlum kálfum, og beindi þeim tilmælum til UST og ráðhera 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Skv. því hefði ekki mátt byrja að veiða hreinkýr fyrr en 1. september, ár hvert, þegar meðalaldur kálfa er 3 mánuðir. Nú er byrjað að veiða kýr, þegar yngstu kálfar eru 6-8 vikna. Fagráðið bætti svo um betur með ráðgjöf sína og sín tilmæli í janúar 2020, þegar það beindi þeim tilmælumtil UST og ráðherra, að mylkar kýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Í reyndi þýddi það, að ekki mætti hefja veiðar á hreinkúm fyrr en 1. nóvember, og hefðu því kálfarnir með þessum hætti fengið frið með mæðrum sínum og grið í 5 mánuði, í stað 2ja mánaða nú. Með þessi skýru og ítrekuðu tilmæli Fagráðs, um aukna vernd og grið lítilla og hjálparvana hreinkálfa, hefur Guðlaugur Þór ekkert gert, þrátt fyrir það, að líka hafi legið fyrir, að 600 hreinkálfar hafi farizt veturinn 2018-2019, augljóslega mikið vegna móðurleysis; umkomuleysis, hungurs og vosbúðar. Um kosti Nýja-Skerjafjarðar fjallar ráðherrann ekki, en þessi byggð mun m.a. koma stúdentum við Háskóla Íslands mjög til góða, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum telur nú 900 manns. Nýi-Skejafjörður er í göngufæri við HÍ. Í Nýja-Skejafirði munu líka rísa íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lokapunktur: Það, að Gulaugur Þór gefi sig nú allt í einu út fyrir að vera mikill og öflugur umhverfissinni, græningi, hljómar því eins og falskur tónn. Rammfalskur. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Umhverfismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson varð umhverfisráðherra seint á árinu 2021. Er því búinn að gegna því embætti vel á annað ár. Hann ber aðal ábyrgð á dýra-, náttúru- og umhverfisvernd í landinu, eins og menn vita. Undirritaður hefur mikið beitt sér á því sviði, m.a. í gegnum Jarðarvini, eins og margir vita. Hefur byggt upp verulega þekkingu á því sviði, umfram flesta aðra hér. 10. desember 2021 óskaði ég eftir fundi með þessum nýja ráðherra til að ræða stöðu villtra dýra á Íslandi við hann. Leggja honum til mína vitneskju og gögn, sem ég hafði notað mikinn tíma til að safna. Stytta honum leið að nauðsynlegri þekkingu. Þrátt fyrir nokkra eftirgangsmuni, færðist hann alltaf undan því að hitta mig. Nú í eitt og hálft ár. Útskýringin mun hafa verið sú, að ég hefði móðgað hann með blaðaskrifum, þar sem ég m.a. gagnrýndi hann fyrir það hobbí hans og skemmtun, að elta uppi og drepa hreindýr, og grobba sig svo að því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið, kannske kú frá ungum og hjálparlitlum kálfi, með myndum af sér glaðhlakkalegum og skælbrosandi, yfir dauðu dýrinu, á netinu. Maður, sem lætur stjórnast af persónulegum tilfinningum, móðgunargirni og ólund, og setur slíkt í forgang, tekur það fram fyrir málefnið, upplýsingar og skynsemi, á ekkert erindi í hátt embætti. Þann 2. júní sl. skrifaði Guðlaugur Þór pistil hér, undir fyrirsögninni „Ég er óábyrgur“, þar sem hann lagðist gegn uppbyggingu í Nýja-Skerjafirði. „Græn svæði eru verðmæt“, sagði þessi skyndilega orðni græningi. Síðan voru megin rökin gegn þessari uppbyggingu þau, að í fjörunni haldi sig ýmsar fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þar væri líka eini staðurinn innan Reykjavíkurborgar þar sem finna má margæs. Reyndar er mál til komið, að ráðherrann hugsi til stöðu dýra- og fuglalífs á Íslandi, en það hefði farið betur á því, að hann hefði kunnað og skilið, hvernig raða á þeirri vá, sem að fuglalífi landsmanna stafar, betur og skynsamlegar upp, þegar hann loks lætur í sér heyra með þessi mál, sennilega þó ekki af grænum sjónarmiðum, heldur, miklu fremur, til að reyna að hressa upp á sinn pólitíska status og fylgi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út „Válista fugla“. Er vástöðu tegunda raðað eftir þeirri vá, sem talið er, að að þeim steðji. Útdauð tegund: Geirfugl Tegundir útdauðar á Íslandi: Gráspör, haftyrðill, keldusvín Tegundir í bráðri hættu: Fjöruspói, lundi, skúmur Tegundir í hættu: Blesgæs, duggönd, fýll, haförn, kjói, sendlingur, stuttnefja, svartbakur, teista, þórshani. Tegundir í nokkurri hættu Tegundir í yfirvofandi hættu Tegundir metnar en ekki í hættu. Ráðherrann hefur ekkert gert fyrir þá fugla, sem eru í hæstu áhættuflokkunum, standa efst á válista, í flokkum 3 og 4, en þar er verndarátak auðvitað bráðbrýnt, en svo er hann með þessari gagnrýni á Nýja-Skerjafjörð, að reyna að setja sig í stellingar með sex tegundir, sem allar eru í flokkum 4 til 7. Aðeins Sendlingur er í áhættuflokki 4, hinir eru í 5, 6 og 7. Auðvitað er gott að vernda alla fugla, en, þegar ekki er hægt að gera allt í einu, þarf að búa til forgangsröð og byrja þar, sem þörfin er mest. Hitt er bara sýndarmennska. Menn skyldu líka ætla, að það væri ansi víðfemt starnd- og fjörusvæði við og um Ísland. Það, að þykjast vera að berjast fyrir velferð þeirra fugla, sem lítil vá steðjar að, en láta hina, eins og lundann, skúm og fjöruspóa, sem allir eru í flokki 3 („Tegund í bráðri hættu“), eða t.a.m. blesgæs, duggönd, fýl, haförn, hvítmáf, kjóa, stuttnefju, svartbak, teistu og þórshana, sem eru í váflokki 4 („Tegund í hættu“), eiga sig, getur auðvitað ekki flokkast undir annað en látalæti. Talandi um lundann, þá stóð ég í stífum viðræðum við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) um veiðar á lundanum í fyrra vor, þar sem Guðlaugur Þór var með, en þar gagnrýndi ég harðlega veiðarnar, og benti m.a. á, að, annars vegar, væri lundinn (og öll villt dýr) friðuð skv. lögum nr. 64/1994, grein 6, og, að ekki mætti veiða, nema með sérstakri undanþágu ráðherra, og, hins vegar, að lundinn væri „Tegund í bráðri hættu“, skv. þeirra eigin válista. Hvernig gæti það þá staðizt, að enn væri ráðherra að veita undanþágu til veiða og NÍ/Umhverfisstofnun (UST) að veita leyfi til þeirra. Með þetta gerði Guðlaugur Þór ekkert. Lundinn var áfram veiddur í fyrra, en nú er ástand stofnsins orðið enn verra, bráðalvarlegt, án þess að bofs heyrist frá ráðherra. Svipað samtal átti ég við NÍ í fyrrahaust, þar sem Guðlaugur Þór var líka með, en þar benti ég á, að varpstofn rjúpu hefði í raun hrunið næstu 5 árin þar á undan, eða úr 293 þús. fuglum 2018 í 69 þús. 2021, og, að í fyrra, 2022, hafi hann verið enn veikari, þannig, að það hefði átt að hafa verið skilyrðislaust skylduverk ráðherra og NÍ, að vernda fuglinn, með friðun, eins og Sif Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, gerði árið 2002. Með þetta gerði Guðlaugur Þór heldur ekkert, kannske hefur hann sjálfur verið við rjúpnaveiðar í fyrra, hver veit. Þá skal þetta rifjað upp: Fagráð um velferð dýra, sem hefur það hlutverk skv. lögum, að vera stjórnvöldum „til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra“, hafði vaxandi áhyggjur af veiðum á hreinkúm frá allt niður í 6-8 vikna gömlum kálfum, og beindi þeim tilmælum til UST og ráðhera 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Skv. því hefði ekki mátt byrja að veiða hreinkýr fyrr en 1. september, ár hvert, þegar meðalaldur kálfa er 3 mánuðir. Nú er byrjað að veiða kýr, þegar yngstu kálfar eru 6-8 vikna. Fagráðið bætti svo um betur með ráðgjöf sína og sín tilmæli í janúar 2020, þegar það beindi þeim tilmælumtil UST og ráðherra, að mylkar kýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Í reyndi þýddi það, að ekki mætti hefja veiðar á hreinkúm fyrr en 1. nóvember, og hefðu því kálfarnir með þessum hætti fengið frið með mæðrum sínum og grið í 5 mánuði, í stað 2ja mánaða nú. Með þessi skýru og ítrekuðu tilmæli Fagráðs, um aukna vernd og grið lítilla og hjálparvana hreinkálfa, hefur Guðlaugur Þór ekkert gert, þrátt fyrir það, að líka hafi legið fyrir, að 600 hreinkálfar hafi farizt veturinn 2018-2019, augljóslega mikið vegna móðurleysis; umkomuleysis, hungurs og vosbúðar. Um kosti Nýja-Skerjafjarðar fjallar ráðherrann ekki, en þessi byggð mun m.a. koma stúdentum við Háskóla Íslands mjög til góða, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum telur nú 900 manns. Nýi-Skejafjörður er í göngufæri við HÍ. Í Nýja-Skejafirði munu líka rísa íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lokapunktur: Það, að Gulaugur Þór gefi sig nú allt í einu út fyrir að vera mikill og öflugur umhverfissinni, græningi, hljómar því eins og falskur tónn. Rammfalskur. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun