Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2023 14:24 Kristjáni Hreinssyni hefur verið sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, hafa verið lögð niður. aðsend Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif. Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira