Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 19:34 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt eftir að fundað hafði verið í um 13 klukkustundir. Í dag hófust því áframhaldandi og stigvaxandi verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB. Fjöldi fólks varð fyrir vonbrigðum í dag þegar það ætlaði að bregða sér í sund en kom að lokuðum dyrum.Vísir/Sigurjón Verkfallsverðir stóðu vaktina við Lágafellslaug í Mosfellsbæ þegar fréttastofu bar að garði og varð vitni að fjölmörgum sem höfðu hugsað sér að skella sér í ræktina eða sund en komu að læstum dyrum. „Við eigum ekki að þurfa að standa hér. Það á bara að semja,“ segir Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug. „Að þurfa að loka þessu mannvirki er bara lýðheilsumál og bara fáránlegt að það skuli ekki vera búið að semja.“ Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug segir hljóðið í fólki þungt. Vísir/Sigurjón Það var líka lokað í leikskólanum við hliðina á sundlauginni en þar komu foreldrar einnig að læstum dyrum. „Ég misskildi póstinn,“ sagði Kristín Lilja Jónsdóttir sem var mætt með tveggja ára dóttur sína á leikskólann. Ég hélt að það væri opið eftir klukkan tólf en það er lokað í allan dag. Kristín segir áhrif verkfallsins hafa mjög mikil áhrif á sínu heimili og segist ekki vita hvernig eigi að leysa flækjuna næstu daga. „Við erum bæði í fullu starfi og eigum að vinna frá átta til fjögur en við verðum að vera heima. Við verðum bara að reyna taka einn dag i einu.“ Annað barnið mætir fyrir hádegi og hitt eftir hádegi Í Kópavogi er einnig uppi flókin staða hjá fjölmörgum foreldrum og þau Joaquin Páll Palomares og Vera Panitch eru gott dæmi um það. 4 ára tvíburarnir þeirra, Gabríel Þór og Klara Sól, eru á sömu deild í leikskólanum en fá ekki að mæta á sama tíma. Gabríel Þór, fjögurra ára, fékk að mæta í leikskólann eftir hádegi en þá þurfti tvíburasystir hans, Klara Sól að fara heim. Vísir/Arnar „Það er búið að skipta deildinni upp í tvo hópa og það er farið eftir stafrófsröð sem þýðir að þau eru í sitthvorum hópnum,” útskýrir Joaquin Páll. „Þannig eitt barnið er í skólanum fyrir hádegi og hitt barnið bíður heima. Og svo er skipt eftir hádegi. Þá fer hitt barnið í leikskólann og hitt barnið er heima.” Hjónin lýsa síðustu vikum sem óvissuástandi. „Við fáum eiginlega engar fréttir fyrr en á laugardegi eða sunnudegi um hvernig vikan mun líta út. Svo veit maður ekkert hvernig þetta mun þróast. Við þurfum alltaf bara að taka einn dag í einu og sjá til hver verður heima, og hvort einhver geti passað.“ Það var tómlegt um að líta í fjölmörgum leikskólum landsins í dag. Verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB ná til 70 leikskóla. Vísir/Arnar Börn og uppeldi Leikskólar Mosfellsbær Kópavogur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt eftir að fundað hafði verið í um 13 klukkustundir. Í dag hófust því áframhaldandi og stigvaxandi verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB. Fjöldi fólks varð fyrir vonbrigðum í dag þegar það ætlaði að bregða sér í sund en kom að lokuðum dyrum.Vísir/Sigurjón Verkfallsverðir stóðu vaktina við Lágafellslaug í Mosfellsbæ þegar fréttastofu bar að garði og varð vitni að fjölmörgum sem höfðu hugsað sér að skella sér í ræktina eða sund en komu að læstum dyrum. „Við eigum ekki að þurfa að standa hér. Það á bara að semja,“ segir Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug. „Að þurfa að loka þessu mannvirki er bara lýðheilsumál og bara fáránlegt að það skuli ekki vera búið að semja.“ Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug segir hljóðið í fólki þungt. Vísir/Sigurjón Það var líka lokað í leikskólanum við hliðina á sundlauginni en þar komu foreldrar einnig að læstum dyrum. „Ég misskildi póstinn,“ sagði Kristín Lilja Jónsdóttir sem var mætt með tveggja ára dóttur sína á leikskólann. Ég hélt að það væri opið eftir klukkan tólf en það er lokað í allan dag. Kristín segir áhrif verkfallsins hafa mjög mikil áhrif á sínu heimili og segist ekki vita hvernig eigi að leysa flækjuna næstu daga. „Við erum bæði í fullu starfi og eigum að vinna frá átta til fjögur en við verðum að vera heima. Við verðum bara að reyna taka einn dag i einu.“ Annað barnið mætir fyrir hádegi og hitt eftir hádegi Í Kópavogi er einnig uppi flókin staða hjá fjölmörgum foreldrum og þau Joaquin Páll Palomares og Vera Panitch eru gott dæmi um það. 4 ára tvíburarnir þeirra, Gabríel Þór og Klara Sól, eru á sömu deild í leikskólanum en fá ekki að mæta á sama tíma. Gabríel Þór, fjögurra ára, fékk að mæta í leikskólann eftir hádegi en þá þurfti tvíburasystir hans, Klara Sól að fara heim. Vísir/Arnar „Það er búið að skipta deildinni upp í tvo hópa og það er farið eftir stafrófsröð sem þýðir að þau eru í sitthvorum hópnum,” útskýrir Joaquin Páll. „Þannig eitt barnið er í skólanum fyrir hádegi og hitt barnið bíður heima. Og svo er skipt eftir hádegi. Þá fer hitt barnið í leikskólann og hitt barnið er heima.” Hjónin lýsa síðustu vikum sem óvissuástandi. „Við fáum eiginlega engar fréttir fyrr en á laugardegi eða sunnudegi um hvernig vikan mun líta út. Svo veit maður ekkert hvernig þetta mun þróast. Við þurfum alltaf bara að taka einn dag í einu og sjá til hver verður heima, og hvort einhver geti passað.“ Það var tómlegt um að líta í fjölmörgum leikskólum landsins í dag. Verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB ná til 70 leikskóla. Vísir/Arnar
Börn og uppeldi Leikskólar Mosfellsbær Kópavogur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38