Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. júní 2023 19:58 Stúlkan er fimmtán ára gömul og hefur mátt dúsa á Leifsstöð í meira en þrjátíu tíma. Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu. „Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann. Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann.
Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira