Farin af landi eftir að hafa verið hótað endurkomubanni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 12:42 Stúlkan er fimmtán ára gömul. Hún er farin úr landi ásamt frænda sínum. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri, Elio Hasani, sem meinuð var landganga í vikunni og haldið í flugstöðinni, ásamt fimmtán ára frænku sinni, í um þrjátíu klukkutíma hefur nú yfirgefið landið sjálfur. Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira