„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 22:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira