„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 11:18 Sigríður segir að yfirleitt hagi fólk sér friðsamlega í Strætó en það hafi komið upp ofbeldismál. Vísir/Vilhelm, Strætó Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði. Samgöngur Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði.
Samgöngur Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira