Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 21:17 Smáforritið segir notanda nákvæmlega hvað ferðin mun kosta hann. Stöð 2 Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn. Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn.
Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira