Er rammaáætlun hin nýja Grágás náttúrunnar? Gerður Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2023 07:31 Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Framkvæmd þessi hefur vofað yfir sveitarfélaginu um langan tíma, eða í yfir 20 ár. Því miður er ekki hægt að halda því fram að ferlið byggi á ásættanlegum og faglegum forsendum. Þar má lengi grafa. Úr ranni meirihluta sveitarstjórnar hefur ítrekað komið fram á undanförnum mánuðum, meðal annars í opinberri umræðu, að meirihlutinn telji sig bundinn af því að Alþingi hafi samþykkt Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk árið 2015. Sá skilningur meirihlutans byggir á því að samkvæmt lögum um rammaáætlun eru verndar- og orkunýtingaráætlanir bindandi við gerð skipulagsáætlana. Svo virðist sem meirihlutinn telji að þar með sé sveitarfélag bundið af því að veita fyrir virkjuninni framkvæmdaleyfi. Slíkt væri með ólíkindum, rammaáætlun yfirskrifar með engu móti aðra þá málsmeðferð sem nauðsynlegt er að liggi fyrir. Á tímum Grágásar var hún eina lögbókin en svo er ekki nú. Það er alveg skýrt í rammaáætlunarlögum að sveitarstjórnum er ekki skylt að veita framkvæmdaleyfi. Slíkt virtist að minnsta kosti gerlegt í málflutningi oddvita meirihlutans þegar hann endurtekið í viðtölum sagt „óvíst að stjórn sveitarfélagsins samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun” ef enginn fjárhagslegur ávinningur væri af orkuvinnslunni fyrir sveitarfélagið m.a. í Bændablaðinu í febrúar 2023. Fjármunir virðast þó í höfn. Meirihluti sveitarstjórnar hallar sér nú að makalausum rammasamningi frá 2008 sem Landsvirkjun gerði við fyrri sveitarstjórn vegna virkjana í neðri Þjórsá. Um þennan samning var meðal annars fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir skemmstu. Þann 2. júní síðast liðinn undirritaði sveitarstjóri samkomulag við Landsvirkjun um kostnaðaruppgjör samningsins frá 2008. Tæpar 70 milljónir skulu greiddar Skeiða- og Gnúpverjahreppi í síðasta lagi 16. júní, tveimur dögum eftir að framkvæmdaleyfi yrði gefið út. Sveitarstjóri undirritar þennan samning án formlegs umboðs sveitarstjórnar. Að þeim sem til þekkja hlýtur að læðast sá grunur að þessi samningur hafi verið gerður til þess að koma til móts við kröfu meirihluta sveitarstjórnar um fjármuni til sveitarfélagsinu til handa. Þetta ferli allt er afskaplega undarlegur gjörningur og ekki í samræmi við faglegt verklag og nútíma vinnubrögð svo ekki sé tekið dýpra í árina tekið. Eins og þeir vita sem vilja. Ákvörðun um hvort veita á framkvæmdaleyfi ræðst af fjölda margslunginna laga sem öll þurfa að falla að einum ranni. Má þar nefna lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, lög um stjórn vatnamála, lög um framkvæmdaleyfi og svo mætti lengi áfram telja. Hvar er stefna stjórnvalda um nýtingu náttúruauðlinda? Ég tel mál til komið að stjórnvöld setji sér skýra stefnu um í hvers konar verkefni fórna á náttúruperlum landsins í. Eðlilegt væri að stjórnvöld gerðu kröfu um að um vistvæn, sjálfbær verkefni væri að ræða sem þjónuðu skýrum loftslagsmarkmiðum í samræmi við metnaðarfulla stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og alþjóðasamninga sem við sem þjóðin höfum undirgengist. Skoði menn þau verkefni sem eru til staðar sem og þau sem eru í farvatninu hlýtur að sækja að þeim hrollur. Mörg hver seint teljast umhverfisvænir kostir eins og Snæbjörn Guðmundsson hefur bent á í umfjöllun sinni um bitcoinvinnslu hér á landi. Sama er upp á teningnum ef skoðuð eru þau verkefni sem hafa verið í ferli hjá Skipulagsstofnun. Þegar við í sveitafélaginu höfum spurt í hvað nota á orkuna, m.a. á íbúafundi hér í sveit, fengum við snubbótt svar: orkuskiptin. Eins mikilvæg og orkuskiptin eru er það hugtak sem er óspart misnotað á vogarskálar þó allt annað sé upp á teningnum í raun. Það ætti að vera skýrt hlutverk stjórnvalda að setja skýra stefnu um hvaða verkefni orkuauðlindir okkar eru notaðar áður en hraðlest virkjana fer á fullt skrið þar sem engu er skeytt um náttúruna. Stefna okkar með okkar náttúruperlur á að vera til fyrirmyndar og byggja á heildstæðri framtíðarsýn okkur og afkomendum okkar til heilla. Það liggur á! Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Framkvæmd þessi hefur vofað yfir sveitarfélaginu um langan tíma, eða í yfir 20 ár. Því miður er ekki hægt að halda því fram að ferlið byggi á ásættanlegum og faglegum forsendum. Þar má lengi grafa. Úr ranni meirihluta sveitarstjórnar hefur ítrekað komið fram á undanförnum mánuðum, meðal annars í opinberri umræðu, að meirihlutinn telji sig bundinn af því að Alþingi hafi samþykkt Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk árið 2015. Sá skilningur meirihlutans byggir á því að samkvæmt lögum um rammaáætlun eru verndar- og orkunýtingaráætlanir bindandi við gerð skipulagsáætlana. Svo virðist sem meirihlutinn telji að þar með sé sveitarfélag bundið af því að veita fyrir virkjuninni framkvæmdaleyfi. Slíkt væri með ólíkindum, rammaáætlun yfirskrifar með engu móti aðra þá málsmeðferð sem nauðsynlegt er að liggi fyrir. Á tímum Grágásar var hún eina lögbókin en svo er ekki nú. Það er alveg skýrt í rammaáætlunarlögum að sveitarstjórnum er ekki skylt að veita framkvæmdaleyfi. Slíkt virtist að minnsta kosti gerlegt í málflutningi oddvita meirihlutans þegar hann endurtekið í viðtölum sagt „óvíst að stjórn sveitarfélagsins samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun” ef enginn fjárhagslegur ávinningur væri af orkuvinnslunni fyrir sveitarfélagið m.a. í Bændablaðinu í febrúar 2023. Fjármunir virðast þó í höfn. Meirihluti sveitarstjórnar hallar sér nú að makalausum rammasamningi frá 2008 sem Landsvirkjun gerði við fyrri sveitarstjórn vegna virkjana í neðri Þjórsá. Um þennan samning var meðal annars fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir skemmstu. Þann 2. júní síðast liðinn undirritaði sveitarstjóri samkomulag við Landsvirkjun um kostnaðaruppgjör samningsins frá 2008. Tæpar 70 milljónir skulu greiddar Skeiða- og Gnúpverjahreppi í síðasta lagi 16. júní, tveimur dögum eftir að framkvæmdaleyfi yrði gefið út. Sveitarstjóri undirritar þennan samning án formlegs umboðs sveitarstjórnar. Að þeim sem til þekkja hlýtur að læðast sá grunur að þessi samningur hafi verið gerður til þess að koma til móts við kröfu meirihluta sveitarstjórnar um fjármuni til sveitarfélagsinu til handa. Þetta ferli allt er afskaplega undarlegur gjörningur og ekki í samræmi við faglegt verklag og nútíma vinnubrögð svo ekki sé tekið dýpra í árina tekið. Eins og þeir vita sem vilja. Ákvörðun um hvort veita á framkvæmdaleyfi ræðst af fjölda margslunginna laga sem öll þurfa að falla að einum ranni. Má þar nefna lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, lög um stjórn vatnamála, lög um framkvæmdaleyfi og svo mætti lengi áfram telja. Hvar er stefna stjórnvalda um nýtingu náttúruauðlinda? Ég tel mál til komið að stjórnvöld setji sér skýra stefnu um í hvers konar verkefni fórna á náttúruperlum landsins í. Eðlilegt væri að stjórnvöld gerðu kröfu um að um vistvæn, sjálfbær verkefni væri að ræða sem þjónuðu skýrum loftslagsmarkmiðum í samræmi við metnaðarfulla stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og alþjóðasamninga sem við sem þjóðin höfum undirgengist. Skoði menn þau verkefni sem eru til staðar sem og þau sem eru í farvatninu hlýtur að sækja að þeim hrollur. Mörg hver seint teljast umhverfisvænir kostir eins og Snæbjörn Guðmundsson hefur bent á í umfjöllun sinni um bitcoinvinnslu hér á landi. Sama er upp á teningnum ef skoðuð eru þau verkefni sem hafa verið í ferli hjá Skipulagsstofnun. Þegar við í sveitafélaginu höfum spurt í hvað nota á orkuna, m.a. á íbúafundi hér í sveit, fengum við snubbótt svar: orkuskiptin. Eins mikilvæg og orkuskiptin eru er það hugtak sem er óspart misnotað á vogarskálar þó allt annað sé upp á teningnum í raun. Það ætti að vera skýrt hlutverk stjórnvalda að setja skýra stefnu um hvaða verkefni orkuauðlindir okkar eru notaðar áður en hraðlest virkjana fer á fullt skrið þar sem engu er skeytt um náttúruna. Stefna okkar með okkar náttúruperlur á að vera til fyrirmyndar og byggja á heildstæðri framtíðarsýn okkur og afkomendum okkar til heilla. Það liggur á! Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar