Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:57 Ódagsett mynd af Titan. AP/OceanGate Expeditions Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum. Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum.
Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45