Chow kjörinn borgarstjóri úr hópi 102 frambjóðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 12:58 Chow tók þátt í gleðigöngu Toronto-borgar á sunnudag. AP/Chris Young Olivia Chow, róttækur vinstrimaður, hefur verið kjörin borgarstjóri Toronto í Kanada. Chow lagði 101 andstæðing í sögulegum kosningum en hundur var meðal frambjóðenda. Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“. Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“.
Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira