Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 14:36 Árni Heimir (t.v.) segist ekki hafa gert neitt á hlut Bjarna Frímanns. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. „Ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í minn garð í fyrrahaust voru óvenjulega rætin blanda af rangfærslum og ósannindum. Við Bjarni funduðum um málið í síðasta mánuði og náðum sátt, eins og lögfræðingur minn, Sævar Þór Jónsson, getur staðfest,“ segir í yfirlýsingu Árna Heimis. Hafi hvorki verið nemandi hans né barn Árni Heimir segir að atvikið sem Bjarni sakar hann um hafi átt sér stað árið 2008 og þá hafi Bjarni hvorki verið sautján ára, en hann er fæddur árið 1989, né nemandi hans, enda hafi hann þegar sagt stöðu sinni við Listaháskóla Íslands lausri vorið 2007. „Um það leyti sem ég hvarf til annarra starfa tók Bjarni að senda mér ýmis skilaboð á Facebook, öll í afar vinalegum tóni, til dæmis með ávarpinu „Eðla vin“, og tjáði mér að hann vildi „ólmur“ hitta mig. Ekkert í þessum skilaboðum eða framkomu Bjarna gaf til kynna að samband okkar væri enn mótað af tengslum nemanda og kennara, enda alls ekki um slíkt að ræða þegar hér var komið sögu,“ segir í yfirlýsingu Árna Heimis. Umrædd skilaboð séu til og auðvelt sé að fá það staðfest hjá LHÍ að Bjarni Frímann hafi ekki verið nemandi hans árið 2008. „Um orsakir þess að Bjarni lagði slíka áherslu á að verða „vinur“ minn einmitt eftir að ég tók við starfi hjá SÍ vil ég ekkert fullyrða. Mér lærðist þó fljótt í því starfi, sem ég gegndi á árunum 2007–2011, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.“ Segir engan hafa kvartað en baðst samt afsökunar „Af umræddum hittingi varð ekki fyrr en löngu eftir að Bjarni færði hann fyrst í tal. Þegar að því kom var hann einkar vingjarnlegur, við deildum ánægjulegri kvöldstund, lékum saman tónlist og ég misskildi viðmót hans, sem sjálfur hafði óskað eftir því að við hittumst, með þeim hætti að ég kyssti hann stuttlega – í örfáar sekúndur. Um leið og ljóst varð að hann hefði slíkt ekki í hyggju þá baðst ég afsökunar og ekkert í viðmóti hans benti til annars en að sú afsökunarbeiðni væri tekin gild,“ segir Árni Heimir. Þá segir að af þessu tilefni finni hann sig knúinn til þess að taka fram að enginn nemandi hans eða samstarfsmaður hafi nokkru sinni kvartað undan framkomu hans á nokkurn hátt, við nokkra þá stofnun sem hann hafi nokkru sinni starfað við, hvorki hér á landi né erlendis – enda hafi aldrei verið minnsta tilefni til. Það rímar illa við yfirlýsingu sem hann gaf frá sér daginn sem Bjarni Frímann steig fram með ásakanir sínar á hendur honum. Þá sagðist hann hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. „Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni og auðmýkt. Þau skref sem ég hef gengið síðustu tvö ár eru vonandi sönnun þess að ég tek málið alvarlega, og ég er staðráðinn í því að halda áfram að vinna í sjálfum mér,“ sagði Árni Heimir á Facebook. Hann hefur síðan eytt færslunni. Hafi bara verið ráðgjafi Í færslu sinni á Facebook, þegar hann greindi frá meintu kynferðisofbeldi, sagði Bjarni Frímann að honum hafi snemma orðið ljóst að Árni Heimir væri viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu starfsframa hans og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum hafi hann forðast öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. „Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði hann. „Ásakanir um að ég hafi staðið í vegi fyrir starfi Bjarna og framgangi hans við SÍ eiga heldur ekki við minnstu rök að styðjast. Til að gera starf mitt mun valdameira en það í raun og veru var notaði Bjarni starfsheitið „tónlistarstjóri“ en hið sanna er að ég gegndi þar starfi ráðgjafa, með endurnýjanlegan tímabundinn samning til eins árs, frá árinu 2015 og tók þar við af Bengt Årstad, sænskum manni sem hafði gegnt sömu stöðu í hlutastarfi um nokkurra ára skeið. Starf mitt fólst í samskiptum við erlenda umboðsmenn auk þess sem ég hélt utan um viðburðadagatal hljómsveitarinnar í samráði við listrænan stjórnanda, framkvæmdastjóra, fræðslustjóra og aðra fastráðna starfsmenn í framvæmdateymi hljómsveitarinnar,“ segir Árni Heimir. Viðvera hans í Hörpu hafi verið að meðaltali einn dagur í viku, oft minna, auk þess sem hann hafi verið í rannsóknaleyfi allt haustið 2019. Það sé fráleitt að hann hafi sem ráðgjafi í hlutastarfi á árssamningi haft sambærileg völd um listræna ákvarðanatöku og listrænn stjórnandi eða framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, það er Eva Ollikainen, Arna Kristín Einarsdóttir og síðar Lára Sóley Jóhannsdóttir. „Því miður vill það enn loða við skilning fólks á valdahlutföllum kynjanna að þegar konur fara með æðstu stjórn séu það lægra settir karlmenn sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Í þessu tilviki er það fjarri sannleikanum.“ Þá segir Árni Heimir einnig mega þess geta að frá árinu 2013 hafi framkvæmdastjórar SÍ haft atvinnumenntun í tónlist og menningarstjórnun, nokkuð sem ekki hafði verið raunin áður um langt skeið. Því hafi þeir augljóslega haft meira að segja um listræn efni og ákvarðanatöku en fyrr. Auk þess megi nefna að hann hafi aldrei átt sæti í Listráði SÍ, sem sé æðsti vettvangur hljóðfæraleikara og stjórnenda um listræn málefni. „Enn fráleitara er að ég hafi á nokkurn hátt misbeitt því hlutverki sem mér var falið eða verið á nokkurn hátt óviðeigandi í samskiptum eða beitt mér gegn Bjarna á nokkurn hátt. Um það geta allir þeir vitnað sem nokkru sinni urðu vitni að samskiptum okkar á fundum eða undir öðrum kringumstæðum, eða áttu samtöl þar sem störf hans bar á góma. Hér ber að geta þess að enginn stjórnaði fleiri tónleikum SÍ á tímabilinu 2018-2020 nema Bjarni Frímann ef frá eru taldir Yan Pascal Tortelier (þáverandi aðalstjórnandi) og Daníel Bjarnason (gestalistamaður).“ Þá hafi áhersla framkvæmdastjóra SÍ á það að gefa kvenkyns hljómsveitarstjórum aukið rými í dagskrá hljómsveitarinnar og heimsfaraldur kórónuveirunnar haft áhrif á feril Bjarna innan Sinfóníuhljómsveitarinnar. Segist ekkert hafa vitað af ásökununum Árni Heimir segist ekkert hafa vitað af ásökunum Bjarna í hans garð innan SÍ fyrr en haustið 2021. Þó sé það honum ljóst að Bjarni hafði um langa hríð haft þær uppi án þess að vilja gefa honum færi á að svara fyrir sig eða að málið yrði á nokkurn hátt rætt við hann. Þar með hafi honum aldrei gefist tækifæri til að svara ásökunum hans og leiðrétta rangfærslur í frásögn hans, sem hlyti þó að vera sjálfsagður réttur hans. Bjarni Frímann sagðist á sínum tíma hafa vakið athygli á málinu árið 2018. Hafi alltaf stutt Bjarna „Þegar ég lít til baka get ég með sanni sagt að ég hafi alltaf stutt Bjarna Frímann Bjarnason af heilum hug til starfa hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er miklum gáfum gæddur en ávann sér óvild nokkurra hljóðfæraleikara innan hljómsveitarinnar auk þess sem ásakanir á hendur honum sjálfum gerðu honum erfitt fyrir undir lok ráðningartímabils hans,“ segir Árni Heimir. Vísi er ekki kunnugt um til hvaða ásakana á hendur Bjarna hann vísar. Þá segist hann vísa öllum fullyrðingum um að hann hafi unnið gegn framgangi Bjarna hjá SÍ alfarið á bug. „Aðrar aðdróttanir hans, til dæmis um framkomu mína og misnotkun á „valdi“ gagnvart ungu tónlistarfólki, eiga sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru þvert á móti einstaklega rætnar og illkvitnislegar og ég treysti því að allir þeir sem ég hef starfað með geti borið um það vitni. Ég hef ávallt leitast við að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og vandvirkni og um leið reynt að koma fram við samferðafólk mitt, hvar sem það er statt í lífinu, af velvild og kurteisi.“ Ný viðmið gefi ekki skotleyfi Árni Heimir segir að flestir hafi dregið lærdóm af metoo-bylgjunni og þar sé hann engin undantekning. „En við hljótum líka að geta sammælst um að jafnvel ný viðmið í samskiptum kynjanna gefi ekki leyfi til að ráðast að orðspori fólks eða gera atlögu að friðhelgi einkalífs með dylgjum, rangfærslum og beinum ósannindum.“ Þá þyki honum sannarlega leitt að framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi ekki tekið á þessu máli af festu strax í byrjun, sem hefði forðað því að ásakanir sem byggðu á fölskum forsendum hefðu þróast í rætnar og fordæmalausar árásir með þeim hætti sem raunin hafi orðið. Yfirlýsingu Árna Heimis má lesa í heild sinni hér: Í tilefni af fréttaflutningi á visir.is vegna ráðningar Örnu Kristínar Einarsdóttur til menntamálaráðuneytisins sé ég mig knúinn til að taka eftirfarandi fram: Ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í minn garð í fyrrahaust voru óvenjulega rætin blanda af rangfærslum og ósannindum. Við Bjarni funduðum um málið í síðasta mánuði og náðum sátt, eins og lögfræðingur minn, Sævar Þór Jónsson, getur staðfest. Ég vil nefna hér nokkrar staðreyndir málsins og leiðrétta rangfærslur sem oft hefur verið hamrað á. Atvikið sem Bjarni sakar mig um í sinn garð átti sér stað árið 2008. Þá var Bjarni ekki 17 ára nemandi minn, eins og hann fullyrðir sjálfur, heldur fullorðinn einstaklingur og fyrrverandi nemandi minn við háskóla. Vorið 2007 sagði ég lausu starfi mínu við Listaháskóla Íslands, en kenndi fáeina áfanga næsta vetur jafnhliða nýju starfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) til að gefa skólanum svigrúm til að fylla í mína stöðu. Um það leyti sem ég hvarf til annarra starfa tók Bjarni að senda mér ýmis skilaboð á Facebook, öll í afar vinalegum tóni, til dæmis með ávarpinu „Eðla vin“, og tjáði mér að hann vildi „ólmur“ hitta mig. Ekkert í þessum skilaboðum eða framkomu Bjarna gaf til kynna að samband okkar væri enn mótað af tengslum nemanda og kennara, enda alls ekki um slíkt að ræða þegar hér var komið sögu. Umrædd skilaboð eru enn til og því er auðvelt að staðfesta bæði dagsetningu þeirra og innihald. Sömuleiðis er auðvelt að fá það staðfest hjá Listaháskóla Íslands að Bjarni hafi ekki verið nemandi minn í janúar 2008 eða nokkurn tíma eftir það. Um orsakir þess að Bjarni lagði slíka áherslu á að verða „vinur“ minn einmitt eftir að ég tók við starfi hjá SÍ vil ég ekkert fullyrða. Mér lærðist þó fljótt í því starfi, sem ég gegndi á árunum 2007–2011, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Af umræddum hittingi varð ekki fyrr en löngu eftir að Bjarni færði hann fyrst í tal. Þegar að því kom var hann einkar vingjarnlegur, við deildum ánægjulegri kvöldstund, lékum saman tónlist og ég misskildi viðmót hans, sem sjálfur hafði óskað eftir því að við hittumst, með þeim hætti að ég kyssti hann stuttlega – í örfáar sekúndur. Um leið og ljóst varð að hann hefði slíkt ekki í hyggju þá baðst ég afsökunar og ekkert í viðmóti hans benti til annars en að sú afsökunarbeiðni væri tekin gild. Af þessu tilefni finn ég mig líka knúinn til að taka fram að enginn nemandi minn eða samstarfsmaður hefur nokkru sinni kvartað undan framkomu minni á nokkurn hátt, við nokkra þá stofnun sem ég hef nokkru sinni starfað við, hvorki hér á landi né erlendis – enda hefur aldrei verið minnsta tilefni til. Ásakanir um að ég hafi staðið í vegi fyrir starfi Bjarna og framgangi hans við SÍ eiga heldur ekki við minnstu rök að styðjast. Til að gera starf mitt mun valdameira en það í raun og veru var notaði Bjarni starfsheitið „tónlistarstjóri“ en hið sanna er að ég gegndi þar starfi ráðgjafa, með endurnýjanlegan tímabundinn samning til eins árs, frá árinu 2015 og tók þar við af Bengt Årstad, sænskum manni sem hafði gegnt sömu stöðu í hlutastarfi um nokkurra ára skeið. Starf mitt fólst í samskiptum við erlenda umboðsmenn auk þess sem ég hélt utan um viðburðadagatal hljómsveitarinnar í samráði við listrænan stjórnanda, framkvæmdastjóra, fræðslustjóra og aðra fastráðna starfsmenn í framvæmdateymi hljómsveitarinnar. Viðvera mín í Hörpu var að meðaltali einn dagur í viku, oft minna, auk þess sem ég var í rannsóknaleyfi allt haustið 2019. Það er fráleitt að ég hafi sem ráðgjafi í hlutastarfi á árssamningi haft sambærileg völd um listræna ákvarðanatöku og listrænn stjórnandi eða framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, þ.e. Eva Ollikainen, Arna Kristín Einarsdóttir og síðar Lára Sóley Jóhannsdóttir. Því miður vill það enn loða við skilning fólks á valdahlutföllum kynjanna að þegar konur fara með æðstu stjórn séu það lægra settir karlmenn sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Í þessu tilviki er það fjarri sannleikanum. Hér má einnig geta þess að frá árinu 2013 hafa framkvæmdastjórar SÍ haft atvinnumenntun í tónlist og menningarstjórnun, nokkuð sem ekki hafði verið raunin áður um langt skeið. Því höfðu þær augljóslega meira að segja um listræn efni og ákvarðanatöku en fyrr. Auk þess má nefna að ég átti aldrei sæti í Listráði SÍ, sem er æðsti vettvangur hljóðfæraleikara og stjórnenda um listræn málefni. Enn fráleitara er að ég hafi á nokkurn hátt misbeitt því hlutverki sem mér var falið eða verið á nokkurn hátt óviðeigandi í samskiptum eða beitt mér gegn Bjarna á nokkurn hátt. Um það geta allir þeir vitnað sem nokkru sinni urðu vitni að samskiptum okkar á fundum eða undir öðrum kringumstæðum, eða áttu samtöl þar sem störf hans bar á góma. Hér ber að geta þess að enginn stjórnaði fleiri tónleikum SÍ á tímabilinu 2018-2020 nema Bjarni Frímann ef frá eru taldir Yan Pascal Tortelier (þáverandi aðalstjórnandi) og Daníel Bjarnason (gestalistamaður). Þeir voru líka af öllum toga eins og búast mátti við: stórir áskriftartónleikar, barnatónleikar, nýárstónleikar, kvikmyndatónleikar og þar fram eftir götunum. Þar má meðal annars telja sinfóníur og önnur stórvirki eftir Brahms, Haydn, Mozart og Stravinskíj. Á sama tíma var Bjarna gert hátt undir höfði í kynningarefni hljómsveitarinnar, meðal annars á risastóru spjaldi sem hékk á ytri vegg Eldborgar haustið 2018 og þótti aðalstjórnanda hljómsveitarinnar nóg um að aðstoðarstjórnandi skyldi hljóta slíka vegsemd. Á hitt má svo benda að áhersla framkvæmdastjóra SÍ á það að gefa kvenkyns hljómsveitarstjórum aukið rými í dagskrá hljómsveitarinnarminnkaði eðlilega hlut karlkyns stjórnenda allt frá árinu 2015. Þá setti heimsfaraldur kórónuveiru öll áform hljómsveitarinnar í uppnám um langt skeið og þar með þurfti að aflýsa ýmsum tónleikum sem Bjarna hafði verið boðið að stjórna. Því má fullyrða að jafnvel þótt Bjarna hafi boðist mörg og verðskulduð tækifæri með SÍ hefðu þau líklega orðið enn fleiri hefði ekki verið fyrir ofangreind atriði. Um ásakanir Bjarna í minn garð innan SÍ vissi ég ekkert fyrr en haustið 2021. Þó er mér ljóst að þá hafði hann um langa hríð haft þær uppi án þess að vilja gefa mér færi á að svara fyrir mig eða að málið yrði á nokkurn hátt rætt við mig. Þar með gafst mér aldrei tækifæri til að svara ásökunum hans og leiðrétta rangfærslur í frásögn hans, sem hlaut þó að vera sjálfsagður réttur minn. Þegar ég lít til baka get ég með sanni sagt að ég hafi alltaf stutt Bjarna Frímann Bjarnason af heilum hug til starfa hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er miklum gáfum gæddur en ávann sér óvild nokkurra hljóðfæraleikara innan hljómsveitarinnar auk þess sem ásakanir á hendur honum sjálfum gerðu honum erfitt fyrir undir lok ráðningartímabils hans. Fullyrðingum um að ég hafi á nokkurn hátt unnið gegn framgangi hans hjá SÍ vísa ég alfarið á bug. Aðrar aðdróttanir hans, til dæmis um framkomu mína og misnotkun á „valdi“ gagnvart ungu tónlistarfólki, eiga sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru þvert á móti einstaklega rætnar og illkvitnislegar og ég treysti því að allir þeir sem ég hef starfað með geti borið um það vitni. Ég hef ávallt leitast við að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og vandvirkni og um leið reynt að koma fram við samferðafólk mitt, hvar sem það er statt í lífinu, af velvild og kurteisi. Við höfum flest lært margt af metoo-bylgjunni og ég er þar engin undantekning. En við hljótum líka að geta sammælst um að jafnvel ný viðmið í samskiptum kynjanna gefi ekki leyfi til að ráðast að orðspori fólks eða gera atlögu að friðhelgi einkalífs með dylgjum, rangfærslum og beinum ósannindum. Mér þykir sannarlega leitt að framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi ekki tekið á þessu máli af festu strax í byrjun, sem hefði forðað því að ásakanir sem byggðu á fölskum forsendum hefðu þróast í rætnar og fordæmalausar árásir með þeim hætti sem raunin varð. Kynferðisofbeldi Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Tengdar fréttir Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 26. júní 2023 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í minn garð í fyrrahaust voru óvenjulega rætin blanda af rangfærslum og ósannindum. Við Bjarni funduðum um málið í síðasta mánuði og náðum sátt, eins og lögfræðingur minn, Sævar Þór Jónsson, getur staðfest,“ segir í yfirlýsingu Árna Heimis. Hafi hvorki verið nemandi hans né barn Árni Heimir segir að atvikið sem Bjarni sakar hann um hafi átt sér stað árið 2008 og þá hafi Bjarni hvorki verið sautján ára, en hann er fæddur árið 1989, né nemandi hans, enda hafi hann þegar sagt stöðu sinni við Listaháskóla Íslands lausri vorið 2007. „Um það leyti sem ég hvarf til annarra starfa tók Bjarni að senda mér ýmis skilaboð á Facebook, öll í afar vinalegum tóni, til dæmis með ávarpinu „Eðla vin“, og tjáði mér að hann vildi „ólmur“ hitta mig. Ekkert í þessum skilaboðum eða framkomu Bjarna gaf til kynna að samband okkar væri enn mótað af tengslum nemanda og kennara, enda alls ekki um slíkt að ræða þegar hér var komið sögu,“ segir í yfirlýsingu Árna Heimis. Umrædd skilaboð séu til og auðvelt sé að fá það staðfest hjá LHÍ að Bjarni Frímann hafi ekki verið nemandi hans árið 2008. „Um orsakir þess að Bjarni lagði slíka áherslu á að verða „vinur“ minn einmitt eftir að ég tók við starfi hjá SÍ vil ég ekkert fullyrða. Mér lærðist þó fljótt í því starfi, sem ég gegndi á árunum 2007–2011, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.“ Segir engan hafa kvartað en baðst samt afsökunar „Af umræddum hittingi varð ekki fyrr en löngu eftir að Bjarni færði hann fyrst í tal. Þegar að því kom var hann einkar vingjarnlegur, við deildum ánægjulegri kvöldstund, lékum saman tónlist og ég misskildi viðmót hans, sem sjálfur hafði óskað eftir því að við hittumst, með þeim hætti að ég kyssti hann stuttlega – í örfáar sekúndur. Um leið og ljóst varð að hann hefði slíkt ekki í hyggju þá baðst ég afsökunar og ekkert í viðmóti hans benti til annars en að sú afsökunarbeiðni væri tekin gild,“ segir Árni Heimir. Þá segir að af þessu tilefni finni hann sig knúinn til þess að taka fram að enginn nemandi hans eða samstarfsmaður hafi nokkru sinni kvartað undan framkomu hans á nokkurn hátt, við nokkra þá stofnun sem hann hafi nokkru sinni starfað við, hvorki hér á landi né erlendis – enda hafi aldrei verið minnsta tilefni til. Það rímar illa við yfirlýsingu sem hann gaf frá sér daginn sem Bjarni Frímann steig fram með ásakanir sínar á hendur honum. Þá sagðist hann hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. „Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni og auðmýkt. Þau skref sem ég hef gengið síðustu tvö ár eru vonandi sönnun þess að ég tek málið alvarlega, og ég er staðráðinn í því að halda áfram að vinna í sjálfum mér,“ sagði Árni Heimir á Facebook. Hann hefur síðan eytt færslunni. Hafi bara verið ráðgjafi Í færslu sinni á Facebook, þegar hann greindi frá meintu kynferðisofbeldi, sagði Bjarni Frímann að honum hafi snemma orðið ljóst að Árni Heimir væri viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu starfsframa hans og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum hafi hann forðast öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. „Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði hann. „Ásakanir um að ég hafi staðið í vegi fyrir starfi Bjarna og framgangi hans við SÍ eiga heldur ekki við minnstu rök að styðjast. Til að gera starf mitt mun valdameira en það í raun og veru var notaði Bjarni starfsheitið „tónlistarstjóri“ en hið sanna er að ég gegndi þar starfi ráðgjafa, með endurnýjanlegan tímabundinn samning til eins árs, frá árinu 2015 og tók þar við af Bengt Årstad, sænskum manni sem hafði gegnt sömu stöðu í hlutastarfi um nokkurra ára skeið. Starf mitt fólst í samskiptum við erlenda umboðsmenn auk þess sem ég hélt utan um viðburðadagatal hljómsveitarinnar í samráði við listrænan stjórnanda, framkvæmdastjóra, fræðslustjóra og aðra fastráðna starfsmenn í framvæmdateymi hljómsveitarinnar,“ segir Árni Heimir. Viðvera hans í Hörpu hafi verið að meðaltali einn dagur í viku, oft minna, auk þess sem hann hafi verið í rannsóknaleyfi allt haustið 2019. Það sé fráleitt að hann hafi sem ráðgjafi í hlutastarfi á árssamningi haft sambærileg völd um listræna ákvarðanatöku og listrænn stjórnandi eða framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, það er Eva Ollikainen, Arna Kristín Einarsdóttir og síðar Lára Sóley Jóhannsdóttir. „Því miður vill það enn loða við skilning fólks á valdahlutföllum kynjanna að þegar konur fara með æðstu stjórn séu það lægra settir karlmenn sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Í þessu tilviki er það fjarri sannleikanum.“ Þá segir Árni Heimir einnig mega þess geta að frá árinu 2013 hafi framkvæmdastjórar SÍ haft atvinnumenntun í tónlist og menningarstjórnun, nokkuð sem ekki hafði verið raunin áður um langt skeið. Því hafi þeir augljóslega haft meira að segja um listræn efni og ákvarðanatöku en fyrr. Auk þess megi nefna að hann hafi aldrei átt sæti í Listráði SÍ, sem sé æðsti vettvangur hljóðfæraleikara og stjórnenda um listræn málefni. „Enn fráleitara er að ég hafi á nokkurn hátt misbeitt því hlutverki sem mér var falið eða verið á nokkurn hátt óviðeigandi í samskiptum eða beitt mér gegn Bjarna á nokkurn hátt. Um það geta allir þeir vitnað sem nokkru sinni urðu vitni að samskiptum okkar á fundum eða undir öðrum kringumstæðum, eða áttu samtöl þar sem störf hans bar á góma. Hér ber að geta þess að enginn stjórnaði fleiri tónleikum SÍ á tímabilinu 2018-2020 nema Bjarni Frímann ef frá eru taldir Yan Pascal Tortelier (þáverandi aðalstjórnandi) og Daníel Bjarnason (gestalistamaður).“ Þá hafi áhersla framkvæmdastjóra SÍ á það að gefa kvenkyns hljómsveitarstjórum aukið rými í dagskrá hljómsveitarinnar og heimsfaraldur kórónuveirunnar haft áhrif á feril Bjarna innan Sinfóníuhljómsveitarinnar. Segist ekkert hafa vitað af ásökununum Árni Heimir segist ekkert hafa vitað af ásökunum Bjarna í hans garð innan SÍ fyrr en haustið 2021. Þó sé það honum ljóst að Bjarni hafði um langa hríð haft þær uppi án þess að vilja gefa honum færi á að svara fyrir sig eða að málið yrði á nokkurn hátt rætt við hann. Þar með hafi honum aldrei gefist tækifæri til að svara ásökunum hans og leiðrétta rangfærslur í frásögn hans, sem hlyti þó að vera sjálfsagður réttur hans. Bjarni Frímann sagðist á sínum tíma hafa vakið athygli á málinu árið 2018. Hafi alltaf stutt Bjarna „Þegar ég lít til baka get ég með sanni sagt að ég hafi alltaf stutt Bjarna Frímann Bjarnason af heilum hug til starfa hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er miklum gáfum gæddur en ávann sér óvild nokkurra hljóðfæraleikara innan hljómsveitarinnar auk þess sem ásakanir á hendur honum sjálfum gerðu honum erfitt fyrir undir lok ráðningartímabils hans,“ segir Árni Heimir. Vísi er ekki kunnugt um til hvaða ásakana á hendur Bjarna hann vísar. Þá segist hann vísa öllum fullyrðingum um að hann hafi unnið gegn framgangi Bjarna hjá SÍ alfarið á bug. „Aðrar aðdróttanir hans, til dæmis um framkomu mína og misnotkun á „valdi“ gagnvart ungu tónlistarfólki, eiga sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru þvert á móti einstaklega rætnar og illkvitnislegar og ég treysti því að allir þeir sem ég hef starfað með geti borið um það vitni. Ég hef ávallt leitast við að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og vandvirkni og um leið reynt að koma fram við samferðafólk mitt, hvar sem það er statt í lífinu, af velvild og kurteisi.“ Ný viðmið gefi ekki skotleyfi Árni Heimir segir að flestir hafi dregið lærdóm af metoo-bylgjunni og þar sé hann engin undantekning. „En við hljótum líka að geta sammælst um að jafnvel ný viðmið í samskiptum kynjanna gefi ekki leyfi til að ráðast að orðspori fólks eða gera atlögu að friðhelgi einkalífs með dylgjum, rangfærslum og beinum ósannindum.“ Þá þyki honum sannarlega leitt að framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi ekki tekið á þessu máli af festu strax í byrjun, sem hefði forðað því að ásakanir sem byggðu á fölskum forsendum hefðu þróast í rætnar og fordæmalausar árásir með þeim hætti sem raunin hafi orðið. Yfirlýsingu Árna Heimis má lesa í heild sinni hér: Í tilefni af fréttaflutningi á visir.is vegna ráðningar Örnu Kristínar Einarsdóttur til menntamálaráðuneytisins sé ég mig knúinn til að taka eftirfarandi fram: Ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í minn garð í fyrrahaust voru óvenjulega rætin blanda af rangfærslum og ósannindum. Við Bjarni funduðum um málið í síðasta mánuði og náðum sátt, eins og lögfræðingur minn, Sævar Þór Jónsson, getur staðfest. Ég vil nefna hér nokkrar staðreyndir málsins og leiðrétta rangfærslur sem oft hefur verið hamrað á. Atvikið sem Bjarni sakar mig um í sinn garð átti sér stað árið 2008. Þá var Bjarni ekki 17 ára nemandi minn, eins og hann fullyrðir sjálfur, heldur fullorðinn einstaklingur og fyrrverandi nemandi minn við háskóla. Vorið 2007 sagði ég lausu starfi mínu við Listaháskóla Íslands, en kenndi fáeina áfanga næsta vetur jafnhliða nýju starfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) til að gefa skólanum svigrúm til að fylla í mína stöðu. Um það leyti sem ég hvarf til annarra starfa tók Bjarni að senda mér ýmis skilaboð á Facebook, öll í afar vinalegum tóni, til dæmis með ávarpinu „Eðla vin“, og tjáði mér að hann vildi „ólmur“ hitta mig. Ekkert í þessum skilaboðum eða framkomu Bjarna gaf til kynna að samband okkar væri enn mótað af tengslum nemanda og kennara, enda alls ekki um slíkt að ræða þegar hér var komið sögu. Umrædd skilaboð eru enn til og því er auðvelt að staðfesta bæði dagsetningu þeirra og innihald. Sömuleiðis er auðvelt að fá það staðfest hjá Listaháskóla Íslands að Bjarni hafi ekki verið nemandi minn í janúar 2008 eða nokkurn tíma eftir það. Um orsakir þess að Bjarni lagði slíka áherslu á að verða „vinur“ minn einmitt eftir að ég tók við starfi hjá SÍ vil ég ekkert fullyrða. Mér lærðist þó fljótt í því starfi, sem ég gegndi á árunum 2007–2011, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Af umræddum hittingi varð ekki fyrr en löngu eftir að Bjarni færði hann fyrst í tal. Þegar að því kom var hann einkar vingjarnlegur, við deildum ánægjulegri kvöldstund, lékum saman tónlist og ég misskildi viðmót hans, sem sjálfur hafði óskað eftir því að við hittumst, með þeim hætti að ég kyssti hann stuttlega – í örfáar sekúndur. Um leið og ljóst varð að hann hefði slíkt ekki í hyggju þá baðst ég afsökunar og ekkert í viðmóti hans benti til annars en að sú afsökunarbeiðni væri tekin gild. Af þessu tilefni finn ég mig líka knúinn til að taka fram að enginn nemandi minn eða samstarfsmaður hefur nokkru sinni kvartað undan framkomu minni á nokkurn hátt, við nokkra þá stofnun sem ég hef nokkru sinni starfað við, hvorki hér á landi né erlendis – enda hefur aldrei verið minnsta tilefni til. Ásakanir um að ég hafi staðið í vegi fyrir starfi Bjarna og framgangi hans við SÍ eiga heldur ekki við minnstu rök að styðjast. Til að gera starf mitt mun valdameira en það í raun og veru var notaði Bjarni starfsheitið „tónlistarstjóri“ en hið sanna er að ég gegndi þar starfi ráðgjafa, með endurnýjanlegan tímabundinn samning til eins árs, frá árinu 2015 og tók þar við af Bengt Årstad, sænskum manni sem hafði gegnt sömu stöðu í hlutastarfi um nokkurra ára skeið. Starf mitt fólst í samskiptum við erlenda umboðsmenn auk þess sem ég hélt utan um viðburðadagatal hljómsveitarinnar í samráði við listrænan stjórnanda, framkvæmdastjóra, fræðslustjóra og aðra fastráðna starfsmenn í framvæmdateymi hljómsveitarinnar. Viðvera mín í Hörpu var að meðaltali einn dagur í viku, oft minna, auk þess sem ég var í rannsóknaleyfi allt haustið 2019. Það er fráleitt að ég hafi sem ráðgjafi í hlutastarfi á árssamningi haft sambærileg völd um listræna ákvarðanatöku og listrænn stjórnandi eða framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, þ.e. Eva Ollikainen, Arna Kristín Einarsdóttir og síðar Lára Sóley Jóhannsdóttir. Því miður vill það enn loða við skilning fólks á valdahlutföllum kynjanna að þegar konur fara með æðstu stjórn séu það lægra settir karlmenn sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Í þessu tilviki er það fjarri sannleikanum. Hér má einnig geta þess að frá árinu 2013 hafa framkvæmdastjórar SÍ haft atvinnumenntun í tónlist og menningarstjórnun, nokkuð sem ekki hafði verið raunin áður um langt skeið. Því höfðu þær augljóslega meira að segja um listræn efni og ákvarðanatöku en fyrr. Auk þess má nefna að ég átti aldrei sæti í Listráði SÍ, sem er æðsti vettvangur hljóðfæraleikara og stjórnenda um listræn málefni. Enn fráleitara er að ég hafi á nokkurn hátt misbeitt því hlutverki sem mér var falið eða verið á nokkurn hátt óviðeigandi í samskiptum eða beitt mér gegn Bjarna á nokkurn hátt. Um það geta allir þeir vitnað sem nokkru sinni urðu vitni að samskiptum okkar á fundum eða undir öðrum kringumstæðum, eða áttu samtöl þar sem störf hans bar á góma. Hér ber að geta þess að enginn stjórnaði fleiri tónleikum SÍ á tímabilinu 2018-2020 nema Bjarni Frímann ef frá eru taldir Yan Pascal Tortelier (þáverandi aðalstjórnandi) og Daníel Bjarnason (gestalistamaður). Þeir voru líka af öllum toga eins og búast mátti við: stórir áskriftartónleikar, barnatónleikar, nýárstónleikar, kvikmyndatónleikar og þar fram eftir götunum. Þar má meðal annars telja sinfóníur og önnur stórvirki eftir Brahms, Haydn, Mozart og Stravinskíj. Á sama tíma var Bjarna gert hátt undir höfði í kynningarefni hljómsveitarinnar, meðal annars á risastóru spjaldi sem hékk á ytri vegg Eldborgar haustið 2018 og þótti aðalstjórnanda hljómsveitarinnar nóg um að aðstoðarstjórnandi skyldi hljóta slíka vegsemd. Á hitt má svo benda að áhersla framkvæmdastjóra SÍ á það að gefa kvenkyns hljómsveitarstjórum aukið rými í dagskrá hljómsveitarinnarminnkaði eðlilega hlut karlkyns stjórnenda allt frá árinu 2015. Þá setti heimsfaraldur kórónuveiru öll áform hljómsveitarinnar í uppnám um langt skeið og þar með þurfti að aflýsa ýmsum tónleikum sem Bjarna hafði verið boðið að stjórna. Því má fullyrða að jafnvel þótt Bjarna hafi boðist mörg og verðskulduð tækifæri með SÍ hefðu þau líklega orðið enn fleiri hefði ekki verið fyrir ofangreind atriði. Um ásakanir Bjarna í minn garð innan SÍ vissi ég ekkert fyrr en haustið 2021. Þó er mér ljóst að þá hafði hann um langa hríð haft þær uppi án þess að vilja gefa mér færi á að svara fyrir mig eða að málið yrði á nokkurn hátt rætt við mig. Þar með gafst mér aldrei tækifæri til að svara ásökunum hans og leiðrétta rangfærslur í frásögn hans, sem hlaut þó að vera sjálfsagður réttur minn. Þegar ég lít til baka get ég með sanni sagt að ég hafi alltaf stutt Bjarna Frímann Bjarnason af heilum hug til starfa hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er miklum gáfum gæddur en ávann sér óvild nokkurra hljóðfæraleikara innan hljómsveitarinnar auk þess sem ásakanir á hendur honum sjálfum gerðu honum erfitt fyrir undir lok ráðningartímabils hans. Fullyrðingum um að ég hafi á nokkurn hátt unnið gegn framgangi hans hjá SÍ vísa ég alfarið á bug. Aðrar aðdróttanir hans, til dæmis um framkomu mína og misnotkun á „valdi“ gagnvart ungu tónlistarfólki, eiga sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru þvert á móti einstaklega rætnar og illkvitnislegar og ég treysti því að allir þeir sem ég hef starfað með geti borið um það vitni. Ég hef ávallt leitast við að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og vandvirkni og um leið reynt að koma fram við samferðafólk mitt, hvar sem það er statt í lífinu, af velvild og kurteisi. Við höfum flest lært margt af metoo-bylgjunni og ég er þar engin undantekning. En við hljótum líka að geta sammælst um að jafnvel ný viðmið í samskiptum kynjanna gefi ekki leyfi til að ráðast að orðspori fólks eða gera atlögu að friðhelgi einkalífs með dylgjum, rangfærslum og beinum ósannindum. Mér þykir sannarlega leitt að framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi ekki tekið á þessu máli af festu strax í byrjun, sem hefði forðað því að ásakanir sem byggðu á fölskum forsendum hefðu þróast í rætnar og fordæmalausar árásir með þeim hætti sem raunin varð.
Í tilefni af fréttaflutningi á visir.is vegna ráðningar Örnu Kristínar Einarsdóttur til menntamálaráðuneytisins sé ég mig knúinn til að taka eftirfarandi fram: Ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í minn garð í fyrrahaust voru óvenjulega rætin blanda af rangfærslum og ósannindum. Við Bjarni funduðum um málið í síðasta mánuði og náðum sátt, eins og lögfræðingur minn, Sævar Þór Jónsson, getur staðfest. Ég vil nefna hér nokkrar staðreyndir málsins og leiðrétta rangfærslur sem oft hefur verið hamrað á. Atvikið sem Bjarni sakar mig um í sinn garð átti sér stað árið 2008. Þá var Bjarni ekki 17 ára nemandi minn, eins og hann fullyrðir sjálfur, heldur fullorðinn einstaklingur og fyrrverandi nemandi minn við háskóla. Vorið 2007 sagði ég lausu starfi mínu við Listaháskóla Íslands, en kenndi fáeina áfanga næsta vetur jafnhliða nýju starfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) til að gefa skólanum svigrúm til að fylla í mína stöðu. Um það leyti sem ég hvarf til annarra starfa tók Bjarni að senda mér ýmis skilaboð á Facebook, öll í afar vinalegum tóni, til dæmis með ávarpinu „Eðla vin“, og tjáði mér að hann vildi „ólmur“ hitta mig. Ekkert í þessum skilaboðum eða framkomu Bjarna gaf til kynna að samband okkar væri enn mótað af tengslum nemanda og kennara, enda alls ekki um slíkt að ræða þegar hér var komið sögu. Umrædd skilaboð eru enn til og því er auðvelt að staðfesta bæði dagsetningu þeirra og innihald. Sömuleiðis er auðvelt að fá það staðfest hjá Listaháskóla Íslands að Bjarni hafi ekki verið nemandi minn í janúar 2008 eða nokkurn tíma eftir það. Um orsakir þess að Bjarni lagði slíka áherslu á að verða „vinur“ minn einmitt eftir að ég tók við starfi hjá SÍ vil ég ekkert fullyrða. Mér lærðist þó fljótt í því starfi, sem ég gegndi á árunum 2007–2011, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Af umræddum hittingi varð ekki fyrr en löngu eftir að Bjarni færði hann fyrst í tal. Þegar að því kom var hann einkar vingjarnlegur, við deildum ánægjulegri kvöldstund, lékum saman tónlist og ég misskildi viðmót hans, sem sjálfur hafði óskað eftir því að við hittumst, með þeim hætti að ég kyssti hann stuttlega – í örfáar sekúndur. Um leið og ljóst varð að hann hefði slíkt ekki í hyggju þá baðst ég afsökunar og ekkert í viðmóti hans benti til annars en að sú afsökunarbeiðni væri tekin gild. Af þessu tilefni finn ég mig líka knúinn til að taka fram að enginn nemandi minn eða samstarfsmaður hefur nokkru sinni kvartað undan framkomu minni á nokkurn hátt, við nokkra þá stofnun sem ég hef nokkru sinni starfað við, hvorki hér á landi né erlendis – enda hefur aldrei verið minnsta tilefni til. Ásakanir um að ég hafi staðið í vegi fyrir starfi Bjarna og framgangi hans við SÍ eiga heldur ekki við minnstu rök að styðjast. Til að gera starf mitt mun valdameira en það í raun og veru var notaði Bjarni starfsheitið „tónlistarstjóri“ en hið sanna er að ég gegndi þar starfi ráðgjafa, með endurnýjanlegan tímabundinn samning til eins árs, frá árinu 2015 og tók þar við af Bengt Årstad, sænskum manni sem hafði gegnt sömu stöðu í hlutastarfi um nokkurra ára skeið. Starf mitt fólst í samskiptum við erlenda umboðsmenn auk þess sem ég hélt utan um viðburðadagatal hljómsveitarinnar í samráði við listrænan stjórnanda, framkvæmdastjóra, fræðslustjóra og aðra fastráðna starfsmenn í framvæmdateymi hljómsveitarinnar. Viðvera mín í Hörpu var að meðaltali einn dagur í viku, oft minna, auk þess sem ég var í rannsóknaleyfi allt haustið 2019. Það er fráleitt að ég hafi sem ráðgjafi í hlutastarfi á árssamningi haft sambærileg völd um listræna ákvarðanatöku og listrænn stjórnandi eða framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, þ.e. Eva Ollikainen, Arna Kristín Einarsdóttir og síðar Lára Sóley Jóhannsdóttir. Því miður vill það enn loða við skilning fólks á valdahlutföllum kynjanna að þegar konur fara með æðstu stjórn séu það lægra settir karlmenn sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Í þessu tilviki er það fjarri sannleikanum. Hér má einnig geta þess að frá árinu 2013 hafa framkvæmdastjórar SÍ haft atvinnumenntun í tónlist og menningarstjórnun, nokkuð sem ekki hafði verið raunin áður um langt skeið. Því höfðu þær augljóslega meira að segja um listræn efni og ákvarðanatöku en fyrr. Auk þess má nefna að ég átti aldrei sæti í Listráði SÍ, sem er æðsti vettvangur hljóðfæraleikara og stjórnenda um listræn málefni. Enn fráleitara er að ég hafi á nokkurn hátt misbeitt því hlutverki sem mér var falið eða verið á nokkurn hátt óviðeigandi í samskiptum eða beitt mér gegn Bjarna á nokkurn hátt. Um það geta allir þeir vitnað sem nokkru sinni urðu vitni að samskiptum okkar á fundum eða undir öðrum kringumstæðum, eða áttu samtöl þar sem störf hans bar á góma. Hér ber að geta þess að enginn stjórnaði fleiri tónleikum SÍ á tímabilinu 2018-2020 nema Bjarni Frímann ef frá eru taldir Yan Pascal Tortelier (þáverandi aðalstjórnandi) og Daníel Bjarnason (gestalistamaður). Þeir voru líka af öllum toga eins og búast mátti við: stórir áskriftartónleikar, barnatónleikar, nýárstónleikar, kvikmyndatónleikar og þar fram eftir götunum. Þar má meðal annars telja sinfóníur og önnur stórvirki eftir Brahms, Haydn, Mozart og Stravinskíj. Á sama tíma var Bjarna gert hátt undir höfði í kynningarefni hljómsveitarinnar, meðal annars á risastóru spjaldi sem hékk á ytri vegg Eldborgar haustið 2018 og þótti aðalstjórnanda hljómsveitarinnar nóg um að aðstoðarstjórnandi skyldi hljóta slíka vegsemd. Á hitt má svo benda að áhersla framkvæmdastjóra SÍ á það að gefa kvenkyns hljómsveitarstjórum aukið rými í dagskrá hljómsveitarinnarminnkaði eðlilega hlut karlkyns stjórnenda allt frá árinu 2015. Þá setti heimsfaraldur kórónuveiru öll áform hljómsveitarinnar í uppnám um langt skeið og þar með þurfti að aflýsa ýmsum tónleikum sem Bjarna hafði verið boðið að stjórna. Því má fullyrða að jafnvel þótt Bjarna hafi boðist mörg og verðskulduð tækifæri með SÍ hefðu þau líklega orðið enn fleiri hefði ekki verið fyrir ofangreind atriði. Um ásakanir Bjarna í minn garð innan SÍ vissi ég ekkert fyrr en haustið 2021. Þó er mér ljóst að þá hafði hann um langa hríð haft þær uppi án þess að vilja gefa mér færi á að svara fyrir mig eða að málið yrði á nokkurn hátt rætt við mig. Þar með gafst mér aldrei tækifæri til að svara ásökunum hans og leiðrétta rangfærslur í frásögn hans, sem hlaut þó að vera sjálfsagður réttur minn. Þegar ég lít til baka get ég með sanni sagt að ég hafi alltaf stutt Bjarna Frímann Bjarnason af heilum hug til starfa hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er miklum gáfum gæddur en ávann sér óvild nokkurra hljóðfæraleikara innan hljómsveitarinnar auk þess sem ásakanir á hendur honum sjálfum gerðu honum erfitt fyrir undir lok ráðningartímabils hans. Fullyrðingum um að ég hafi á nokkurn hátt unnið gegn framgangi hans hjá SÍ vísa ég alfarið á bug. Aðrar aðdróttanir hans, til dæmis um framkomu mína og misnotkun á „valdi“ gagnvart ungu tónlistarfólki, eiga sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru þvert á móti einstaklega rætnar og illkvitnislegar og ég treysti því að allir þeir sem ég hef starfað með geti borið um það vitni. Ég hef ávallt leitast við að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og vandvirkni og um leið reynt að koma fram við samferðafólk mitt, hvar sem það er statt í lífinu, af velvild og kurteisi. Við höfum flest lært margt af metoo-bylgjunni og ég er þar engin undantekning. En við hljótum líka að geta sammælst um að jafnvel ný viðmið í samskiptum kynjanna gefi ekki leyfi til að ráðast að orðspori fólks eða gera atlögu að friðhelgi einkalífs með dylgjum, rangfærslum og beinum ósannindum. Mér þykir sannarlega leitt að framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi ekki tekið á þessu máli af festu strax í byrjun, sem hefði forðað því að ásakanir sem byggðu á fölskum forsendum hefðu þróast í rætnar og fordæmalausar árásir með þeim hætti sem raunin varð.
Kynferðisofbeldi Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Tengdar fréttir Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 26. júní 2023 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 26. júní 2023 10:32